Um 30 rampar á Sólheimum í Grímsnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. september 2023 21:31 Sigurjón Örn Þórsson, stjórnarformaður Sólheima flutti ávarp við athöfnina. Magnús Hlynur Hreiðarsson Því var fagnað á Sólheimum í Grímsnesi um helgina að rampur númer 825 í verkefninu “Römpum upp Ísland” var vígður en alls stendur til að koma upp um 30 römpum á Sólheimum næstu tvö árin Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Það var hátíðarstemming á Sólheimum í gær þrátt fyrir töluverða úrkomu á staðnum þegar rampurinn var vígður. Eftir stutt ávarp frá Sigurjóni Erni, stjórnarformanns Sólheima var komið að Eddu Guðmundsdóttur íbúa á staðnum að munda skærin og klippa á vígsluborðann. Haraldur Þorleifsson, forsvarsmaður verkefnisins gat ekki verið á staðnum en hann sendi pabba sinn, sem staðgengil. „Ég er gríðarlega ánægður með þetta. Það er gott að koma hérna að Sólheimum og við höfum fengið mjög góðar viðtökur. Það er búið að auka markmiðið úr þúsund römpum upp í fimmtán hundruð og við ætlum að klára það ári fyrr í staðinn fyrir að klára 2026 ætlum við að klára 2025,” segir Þorleifur Gunnlaugsson staðgengill sonar síns á Sólheimum. Einn af nýju og glæsilegu römpunum á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Sólheimum eru að sjálfsögðu himinlifandi yfir verkefninu og að fá alla þessa rampa á staðinn til að auðvelda allt aðgengi. „Og þetta verkefni, Römpum Ísland”, maður á ekki til orð. 31 rampur núna á tveimur árum hér á Sólheimum. Sextán í sumar og klárað á næsta ári, þannig að við erum mjög ánægð, mjög ánægð, segir Valgeir Fridolf Backman, umsjónarmaður félagsmála á Sólheimum. Edda Guðmundsdóttur íbúa á staðnum, sem klippti á vígsluborðann.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og það er náttúrulega mikil nauðsyn á þessu hér á Sólheimum? „Já, það er það, við erum farin að eldast og við erum farin að nota grindur, göngugrindur og hérna eru nokkrir hjólastólar, já, mjög þarft og þetta snýst alltaf um það að vera sjálfbær, geta komist á milli staða án þess að einhver sé að ýta manni eða hjálpa manni. Maður á bara að geta gert þetta sjálfur,” bætir Valgeir við. Og í tilefni vígslunnar og allra rampanna sem eru komnir eða eru að koma á Sólheima söng Sólheimakórinn nokkur lög fyrir gesti athafnarinnar og uppskar mikið lófaklapp í staðinn. Sólheimakórinn, sem söng nokkur lög undir stjórn Halla Valla eins og hann er alltaf kallaður á Sólheimum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira