Umsækjendum um vernd ekið fyrir 225 milljónir á ári Árni Sæberg skrifar 11. september 2023 10:37 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Aksturskostnaður Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nam rúmum 225 milljónum króna á tímabilinu júlí árið 2022 til júní árið 2023. Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, við fyrirspurn Bergþórs Ólasonar, þingflokksformanns Miðflokksins um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd. Þar segir að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd hafi færst til Vinnumálastofnunar frá Útlendingastofnun í júlí árið 2022. Upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd nái því ekki lengra aftur en til júlí árið 2022, en Bergþór hafði óskað eftir upplýsingum allt aftur til ársins 2020. Í svarinu segir að kostnaður vegna leigubílaaksturs á tímabilinu hafi verið 96,6 milljónir króna og 128,862 milljónir króna vegna annars aksturs, alls 225,496 milljónir króna. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu nánast þrefaldast Bergþór óskaði eftir upplýsingum um upplýsingar um kostnað Vinnumálastofnunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu á tímabilinu júlí 2022 til júní 2023 vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd, þar með talið sálfræðiþjónustu, sundurliðað eftir þjónustuflokkum og árum. Í svari ráðherra segir að á seinni hluta ársins 2022 hafi kostnaðurinn verið 95,375 milljónir króna en á fyrri hluta þessa árs 259,653 milljónir króna. Það gerir hækkun upp á rúmlega 270 prósent milli ára. Hótelherbergi einstöku sinnum leigð Þá má einnig sjá sundurliðun á kostnaði vegna húsnæðis fyrir umsækjendur. Í svari ráðherra segir að allur almennur húsnæðiskostnaður hjá Vinnumálastofnun sé vegna leigu á herbergjum. Í þeim tilvikum þegar gistiheimili eru tekin á leigu miðist kostnaður við hvert herbergi. Í einhverjum tilvikum hafa verið leigð herbergi á hótelum til skamms tíma. Kostnaður vegna húsaleigu á tímabilinu hafi verið 993,478 milljónir króna og 63,656 milljónir króna vegna leigu hótelherbergja. Þá segir að samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun sé þörf fyrir viðbótarbúsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd metin reglulega og spá þess efnis uppfærð eftir því sem þörf er á. Í töflu sem sýnir áætlaða viðbótarþörf segir að þann 1. janúar á næsta ári muni þurfa á bilinu 900 til 2.700 rými til viðbótar.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Flóttafólk á Íslandi Rekstur hins opinbera Hælisleitendur Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent