„Það er enn hægt að afstýra þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. september 2023 11:52 Mótmælin voru þögul fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun. vísir Aðgerðasinnar sem stóðu fyrir mótmælum fyrir utan matvælaráðuneytið í morgun segja ríkisstjórnina leyfa veiðar sem samræmist ekki lögum um dýravelferð. Þeir segja ekki of seint að afstýra frekara drápi. Fjórar langreyðar voru veiddar í gær og verður þeim landað í Hvalfirði í dag. Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður hvölunum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa veiðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að hvalbátarnir tveir sigli aftur út á miðin í dag. Klukkan átta í morgun stóðu nokkrir aðgerðasinnar fyrir minningarathöfn við matvælaráðuneytið vegna þeirra hvala sem veiðst hafa undanfarna daga og til að mótmæla hvalveiðum. „Ég stend hér fyrir hvalina. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið vinnuna sína. Hún hefur leyft það sem greinilega er ólöglegt þegar kemur að lögum um dýravelferð. Hvalirnir þurfa okkur. Við þurfum að standa hér fyrir hvalina,“ segir Samuel Rostøl sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar. Aðspurður hvort hann haldi að hungurverkfallið hafi áhrif segist hann ekki viss, en hann verði að vona að veiðarnar verði bannaðar. „Ég veit það ekki en það eina sem ég get er að reyna mitt besta og einblína á það sem ég hef trú á. Ég er að minnsta kosti að tala við fjölmiðla í dag þannig þetta vekur einhverja athygli. Jafnvel þótt hungurverkfallið hafi engin áhrif þá trúi ég því að aðgerðir einstaklinga skipta máli til breytinga. Hvalirnir þurfa á okkur að halda.“ Aðgerðasinninn Micah Garen segir að samkvæmt myndefni sem náðist af hvölum sem veiddir voru fyrir helgi hafi tveir verið skotnir oftar en einu sinni sem að hans mati sé brot á nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem matvælaráðherra setti áður en veiðarnar voru heimilaðar að nýju, en þar segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. „Þetta er harmleikur sem hefði verið hægt að afstýra. Það er enn hægt að afstýra þessu. Tveir hvalir voru fyrir helgi skotnir ólöglega. Þeir voru með mörg skotsár, sem er á skjön við nýja reglugerð sem matvælaráðherra setti fyrir stuttu. Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna er Svandís ekki búin að stöðva þetta í ljósi þess að reglugerðin hefur þegar verið brotin?“ Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00 Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01 Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður hvölunum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa veiðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gert ráð fyrir að hvalbátarnir tveir sigli aftur út á miðin í dag. Klukkan átta í morgun stóðu nokkrir aðgerðasinnar fyrir minningarathöfn við matvælaráðuneytið vegna þeirra hvala sem veiðst hafa undanfarna daga og til að mótmæla hvalveiðum. „Ég stend hér fyrir hvalina. Ríkisstjórnin hefur ekki unnið vinnuna sína. Hún hefur leyft það sem greinilega er ólöglegt þegar kemur að lögum um dýravelferð. Hvalirnir þurfa okkur. Við þurfum að standa hér fyrir hvalina,“ segir Samuel Rostøl sem hefur verið í hungurverkfalli í tólf daga vegna ákvörðunar matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar. Aðspurður hvort hann haldi að hungurverkfallið hafi áhrif segist hann ekki viss, en hann verði að vona að veiðarnar verði bannaðar. „Ég veit það ekki en það eina sem ég get er að reyna mitt besta og einblína á það sem ég hef trú á. Ég er að minnsta kosti að tala við fjölmiðla í dag þannig þetta vekur einhverja athygli. Jafnvel þótt hungurverkfallið hafi engin áhrif þá trúi ég því að aðgerðir einstaklinga skipta máli til breytinga. Hvalirnir þurfa á okkur að halda.“ Aðgerðasinninn Micah Garen segir að samkvæmt myndefni sem náðist af hvölum sem veiddir voru fyrir helgi hafi tveir verið skotnir oftar en einu sinni sem að hans mati sé brot á nýrri reglugerð um veiðar á langreyðum sem matvælaráðherra setti áður en veiðarnar voru heimilaðar að nýju, en þar segir að ávallt skuli stefnt að því að dýr aflífist samstundis. „Þetta er harmleikur sem hefði verið hægt að afstýra. Það er enn hægt að afstýra þessu. Tveir hvalir voru fyrir helgi skotnir ólöglega. Þeir voru með mörg skotsár, sem er á skjön við nýja reglugerð sem matvælaráðherra setti fyrir stuttu. Hvers vegna er þetta að gerast? Hvers vegna er Svandís ekki búin að stöðva þetta í ljósi þess að reglugerðin hefur þegar verið brotin?“
Hvalveiðar Hvalir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Dýr Reykjavík Tengdar fréttir Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34 Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00 Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01 Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Hvalbátarnir með fjórar langreyðar að landi í dag Áhafnir hvalbáta Hvals hf. veiddu tvær langreyðar hvor í gær og verður fjórum hvölum landað í Hvalfirði í dag. Þar með hafa náðst alls sjö langreyðar frá því hvalveiðarnar hófust að nýju í síðustu viku. 11. september 2023 09:34
Yfirlýsing frá Anahitu Babaei og Elissu Bijou Að næra og huga að heilbrigði fólks er okkur eðlislægt sem samborgarar og manneskjur. Við höfum mætt mikilli hlýju og velvild frá Íslendingum og erum innilega þakklátar og meyrar vegna þess. Þó að það sé gott að sjá svo mikla fjölmiðlaumfjöllun og athygli á friðsamlegum mótmælaaðgerðum sem við stóðum fyrir á hvalveiðibátum Hval 8 og Hval 9, megum við til með að minna á aðal viðfangsefnið. 9. september 2023 10:00
Líður vel á áttunda degi hungurverkfalls Mörg hundruð kvikmyndagerðarmenn hafa farið fram á að hvalveiðar verði stöðvaðar. Dýraverndarsinnar segja einn hvalanna sem dreginn var á land í morgun hafa verið skotinn með minnst tveimur hvalskutlum. Þeir segja ekki koma á óvart ef lög um dýravelferð voru brotin við veiðar. 8. september 2023 23:01
Ráðherra fær hnausþykkan undirskriftalista kvikmyndagerðarmanna gegn hvalveiðum Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra var afhentur undirskriftalisti kvikmyndagerðarmanna í dag þar sem hvalveiðum er mótmælt. Hundruð hafa mótmælt veiðunum, meðal annars vegna áhyggna af því að kvikmyndageirinn geti boðið mikinn skaða. 8. september 2023 17:32