Íslenska U-21 árs landsliðið hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og fór til að mynda á lokamót EM 2021 og alla leið í umspil fyrir lokamót EM 2023.
Þar beið Ísland lægri hlut gegn Tékklandi og ætlar liðið án efa að hefna fyrir það síðar í dag. Leikmannahóp Íslands má sjá neðar í fréttinni.
Ísland er í riðli með Tékklandi, Danmörku, Wales og Litáen.
Leikurinn fer fram á Víkingsvelli og hefst klukkan 16.30. Er hann sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Markverðir
- Lúkas J. Blöndal Petersson – Hoffenheim (2004)
- Adam Ingi Benediktsson - IFK Gautaborg (2002)
- Ólafur Kristófer Helgason – Fylkir (2002)
Útileikmenn
- Róbert Orri Þorkelsson – CF Montreal (2002)
- Andri Fannar Baldursson – Elfsborg (2002)
- Kristall Máni Ingason – SönderjyskE (2002)
- Óli Valur Ómarsson – IK Sirius (2003)
- Ólafur Guðmundsson – FH (2002)
- Valgeir Valgeirsson – Örebro (2002)
- Danijel Dejan Djuric – Víkingur R. (2003)
- Ísak Andri Sigurgeirsson – IFK Norrköping (2003)
- Jakob Franz Pálsson – KR (2003)
- Ari Sigurpálsson – Víkingur R. (2003)
- Oliver Stefánsson – Breiðablik (2002)
- Logi Hrafn Róbertsson – FH (2004)
- Orri Hrafn Kjartansson – Valur (2002)
- Andri Lucas Guðjohnsen – Lyngby (2002)
- Anton Logi Lúðvíksson – Breiðablik (2003)
- Davíð Snær Jóhannsson – FH (2002)
- Óskar Borgþórsson – Sogndal (2003)
- Bjarni Guðjón Brynjólfsson – Þór Ak. (2004)
- Eggert Aron Guðmundsson – Stjarnan (2004)
- Guðmundur Baldvin Nökkvason – Mjallby (2004)
- Hilmir Rafn Mikaelsson – Venezia (2004)
- Hlynur Freyr Karlsson – Valur (2004)
- Örvar Logi Örvarsson – Stjarnan (2003)