Lára Kristín Pedersen hefur verið kölluð inn í landsliðshópinn fyrir Alexöndru Jóhannsdóttur. Alexandra spilar með Fiorentina á Ítalíu, hún spilaði síðustu tvo landsleiki Íslands gegn Finnlandi og Austurríki og á í heildina 35 A-landsleiki að baki.
Lára hefur verið lykilmaður í meistaraliði Vals síðustu ár og á að baki 2 A-landsleiki auk þess að hafa leikið fyrir öll yngri landslið Íslands. Hún hóf feril sinn árið 2010 hjá uppeldisfélaginu Aftureldingu en hefur síðan leikið fyrir Stjörnuna, Þór/KA, KR og Val. Samtals hefur hún spilað 211 leiki og skorað 18 mörk í efstu deild.
KSÍ tilkynnti þessar breytingar á samfélagsmiðlum sínum.
Þorsteinn Halldórsson hefur gert eina breytingu á hópi A landsliðs kvenna fyrir leikina gegn Wales og Þýskalandi!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 12, 2023
Inn➡️Lára Kristín Pedersen
Út⬅️Alexandra Jóhannsdóttir#dottir
Ísland mætir sem fyrr segir Wales og Þýskalandi 22. og 26. september en þetta verða fyrstu viðureign liðsins í Þjóðadeildinni. Ísland leikur í A deild, riðli 3, en auk þessara landa er Danmörk með í riðlinum.