FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli: „Ég þoli ekki svona“ Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 08:31 FH-ingar máttu bíta í það súra epli að þurfa sætta sig við tap þrátt fyrir að hafa náð inn því sem virðist löglegu jöfnunarmarki gegn Þrótti Reykjavík í gær Vísir/Samsett mynd Mark var dæmt af FH í uppbótartíma seinni hálfleiks í leik liðsins í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta gegn Þrótti Reykjavík í Kaplakrika í gær. Markið var skorað í stöðunni 3-2 fyrir Þrótti R. en myndbandsupptökur sýna að ekki var um rangstöðu að ræða. „Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
„Ég þoli ekki svona. Hafið vit á að dæma hlutina rétt. Ekki taka þetta af leikmönnum og liðinu. FH átti svo sannarlega skilið eitthvað út úr þessum leik og ég ætla ekki að hlusta á neinn sem segir að FH hafi verið lakara liðið í þessum leik,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, í viðtali eftir leik en hann hafði heyrt að mark FH hefði klárlega átt að standa. Eftir að hafa fengið á sig tvö klaufaleg mörk í fyrri hálfleik kom FH til baka og var ansi nálægt því að næla í stig gegn Þrótti sem hefur byrjað úrslitakeppnina á tveimur sigrum í röð. Í uppbótartíma kom Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir boltanum í netið fyrir FH en rangstaða var dæmd og markið fékk ekki að standa. Dæmi nú hver fyrir sig en myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan: Klippa: FH-ingar rændir jöfnunarmarki á heimavelli Það var á 37. mínútu þegar Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar R., lét vaða langt fyrir utan teig og boltinn fór í stöngina í bakið á Aldísi Guðlaugsdóttur, markmanni FH, og í markið. Þremur mínútum seinna skoruðu gestirnir annað mark. Katla átti of fasta sendingu sem Aldís komst inn í en missti síðan boltann úr höndunum og beint á Freyju Katrínu Þorvarðardóttur sem skoraði í autt markið. Á 48. mínútu átti Harpa Helgadóttir sendingu fyrir markið sem Alma Mathiesen stangaði í markið.Shaina Faiena Ashouri skoraði síðan annað mark FH á 88. mínútu. Í uppbótartíma jafnaði Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir en flaggið fór á loft og rangstaða dæmd. Lokatölur á Kaplakrikavelli 3-2 sigur Þróttar R. Þróttur R. kemst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar þar sem liðið situr með 34 stig, jafnmörg stig og Breiðablik í 2. sæti. FH er hins vegar í 5. sæti með 28 stig og nú tvö töp í röð í úrslitakeppninni. Mörkin úr leik FH og Þróttar R. má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Mörg mörk skoruð í spennuþrungnum leik í Hafnarfirði
Besta deild kvenna FH Þróttur Reykjavík Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki