Munu ganga í það heilaga næsta sumar Atli Ísleifsson skrifar 13. september 2023 08:42 Marta Lovísa og Durek Verrett opinberuðu samband sitt árið 2019. Instagram Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ganga að eiga unnusta sinn, hinn 48 ára Durek Verrett, í ágúst á næsta ári. Um ár er síðan parið greindi frá trúlofun sinni en í morgun tilkynntu þau að brúðkaupið muni fara fram þann 31. ágúst 2024. Athöfnin mun fara fram á Hotel Union í Geirangursfirði. „Við erum ótrúlega ánægð með að geta fagnað ást okkar í fallegu umhverfi í Geirangri. Það skiptir okkur miklu máli að safna okkar fólki saman á stað sem er svo ríkur af sögu og stórkostlegri náttúru. Geirangur er fullkominn staður til að dásama ást okkar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Mörtu Lovísu og Verrett. Norskir fjölmiðlar segja frá því að Verrett, sem kallar sig „shaman Durek“, muni samkvæmt hefð ekki bera konunglegan titil eða koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Hin 51 árs gamla Marta Lovísa og hinn bandaríski Durek opinberuðu samband sitt árið 2019. Marta Lovísa var áður gift listamanninum Ari Behn, sem lést í lok árs 2019, en þau eignuðust saman þrjár dætur, þær Emma Tallulah, Leah Isadora og Maud Angelica. Marta og Behn giftust árið 2002 en skildu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Ma rtha Louise (@iam_marthalouise) Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Þau Marta Lovísa og Durek greindu frá trúlofun sinni sumarið 2022 og var skömmu síðar tilkynnt að hún myndi ekki lengur koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Samband þeirra hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Noregi og víðar, ekki síst vegna starfa Durek sem töfralæknir og yfirlýsinga hans um krabbamein, kórónuveiruna og fleira. Noregur Kóngafólk Ástin og lífið Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Um ár er síðan parið greindi frá trúlofun sinni en í morgun tilkynntu þau að brúðkaupið muni fara fram þann 31. ágúst 2024. Athöfnin mun fara fram á Hotel Union í Geirangursfirði. „Við erum ótrúlega ánægð með að geta fagnað ást okkar í fallegu umhverfi í Geirangri. Það skiptir okkur miklu máli að safna okkar fólki saman á stað sem er svo ríkur af sögu og stórkostlegri náttúru. Geirangur er fullkominn staður til að dásama ást okkar,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Mörtu Lovísu og Verrett. Norskir fjölmiðlar segja frá því að Verrett, sem kallar sig „shaman Durek“, muni samkvæmt hefð ekki bera konunglegan titil eða koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Hin 51 árs gamla Marta Lovísa og hinn bandaríski Durek opinberuðu samband sitt árið 2019. Marta Lovísa var áður gift listamanninum Ari Behn, sem lést í lok árs 2019, en þau eignuðust saman þrjár dætur, þær Emma Tallulah, Leah Isadora og Maud Angelica. Marta og Behn giftust árið 2002 en skildu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Ma rtha Louise (@iam_marthalouise) Marta Lovísa, sem er fjórða í erfðaröð norsku krúnunnar og eina dóttir Haraldar Noregskonungs og Sonju drottningar. Þau Marta Lovísa og Durek greindu frá trúlofun sinni sumarið 2022 og var skömmu síðar tilkynnt að hún myndi ekki lengur koma fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Samband þeirra hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Noregi og víðar, ekki síst vegna starfa Durek sem töfralæknir og yfirlýsinga hans um krabbamein, kórónuveiruna og fleira.
Noregur Kóngafólk Ástin og lífið Tengdar fréttir Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27 Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10 Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Marta Lovísa hættir að koma fram í nafni konungsfjölskyldunnar Marta Lovísa Noregsprinsessa mun ekki koma fram opinberlega í nafni norsku konungsfjölskyldunnar framar. 8. nóvember 2022 10:27
Marta Lovísa prinsessa og Durek Verrett trúlofuð Norska prinsessan Marta Lovísa og bandaríski seiðmaðurinn Durek Verrett eru trúlofuð. 7. júní 2022 09:10
Vafasamar fullyrðingar seiðskrattans um krabbamein barna komu í veg fyrir útgáfuna Norska bókaforlagið Cappelen Damm hefur ákveðið að hætta við útgáfu bókar Bandaríkjamannsins Dureks Verretts, seiðskratta og kærasta Mörtu Lovísu, Noregsprinsessu. 23. október 2019 22:24