Íslandsvinurinn geðþekki leggur landsliðsskóna á hilluna eftir tuttugu og sex ára feril Aron Guðmundsson skrifar 13. september 2023 09:31 Lima yfirgefur völlinn sem lansliðsmaður Andorra í síðasta skipti í gærkvöldi. Vísir/EPA Hinn 43 ára gamli Ildefons Lima hefur leikið sinn síðasta leik fyrir landslið Andorra. Frá þessu greinir Lima í færslu á samfélagsmiðlum en hann hefur verið hluti af landsliði Andorra síðastliðin 26 ár. Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira
Það var þann 20. júní árið 1997 sem Lima lék sinn fyrsta leik fyrir A-landslið Andorra. Síðan þá hefur hann leikið 136 leiki fyrir þjóð sína og skorað ellefu mörk. Hann er bæði leikja- og markahæsti leikmaður Andorra. Síðasti leikur hans með landsliðinu átti sér stað í ger þegar að Andorra tapaði 3-0 fyrir Sviss í undankeppni EM 2024. NO WORDS #andorra #suisse pic.twitter.com/M8S3tymoGN— Ildefons Lima Solà (@ildelima6) September 12, 2023 Lima var hylltur af áhorfendum í Sviss með standandi lófaklappi er hann yfirgaf völlinn í síðasta skipti sem landsliðsmaður Andorra og fékk hann meðal annars kveðju frá Gianni Infantino, forseta FIFA eftir leik. Hægt er að flokka þennan reynslumikla leikmann sem Íslandsvin. Lima lék meðal annars leik Andorra og Íslands í undankeppni EM 2000, þann 22. mars 1999. Íslendingar unnu leikinn, 0-2, með mörkum Eyjólfs Sverrissonar og Steinars Adolfssonar. Eftir leikinn fékk hann treyju Rúnars Kristinssonar (númer 6), leikjahæsta landsliðsmanns Íslands frá upphafi. Hann var síðan aftur í liði Andorra sem mætti íslenska landsliðinu í undankeppni EM 2020, leik sem endaði með 2-0 sigri Íslands. Eftir leikinn bætti hann treyju Arons Einars Gunnarssonar (númer 17) í safn sitt. Hann fékk því treyjur frá tveimur af bestu miðjumönnum í sögu íslenska landsliðsins með 20 ára millibili. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen.
Fótbolti EM 2024 í Þýskalandi Andorra Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Sjá meira