Stöðva veiðar um borð í Hval 8 tímabundið Atli Ísleifsson skrifar 14. september 2023 14:35 Brotin við veiðarnar eru talin alvarleg að mati Matvælastofnunar. Egill Aðalsteinsson Matvælastofnun hefur stöðvað tímabundið veiðar Hvals 8 vegna alvarlegra brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests. Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Matvælastofnunar. Þar segir að stöðvunin gildi þar til úrbætur hafi farið fram og þær sannreyndar af Matvælastofnun og Fiskistofu. Ennfremur segir að við eftirlit hafi komið í ljós að fyrsta skot Hvals 8 þann 7. september hafi hitt dýrið „utan tilgreinds marksvæðis“ með þeim afleiðingum að dýrið hafi ekki drepist strax. „Við slík atvik ber veiðimönnum skv. nýrri reglugerð að skjóta dýrið án tafar aftur. Það var ekki gert fyrr en tæpum hálftíma síðar og drapst hvalurinn einhverjum mínútum eftir það. Slík töf telst brot á lögum um velferð dýra og reglugerð um veiðar á langreyðum,“ segir á vef Matvælastofnunar. Áhafnir Hvals 8 og Hvals 9 hafa veitt ellefu langreyðar hið minnsta frá því að vertíð hófst að nýju eftir að matvælaráðherra heimilaði veiðar á ný með strangari skilyrðum með tilliti til dýraverndar. Geta takmarkað eða stöðva veiðarnar Greint var frá því í síðustu viku að tilkynnt hafi verið um tvískotinn hval í veiðiferðum Hvals 8 og 9. Var haft eftir Þóru Jóhönnu Jónasdóttur, sérgreinadýralækni hjá Matvælastofnun, að þegar slík atvik kæmu upp þyrfti Hvalur að skila inn atvikaskýrslu eigi síðar en tveimur virkum dögum eftir að veiðiferð lýkur, þar sem lýsa skuli atvikinu og greina mögulegar orsakir þess. Þá yrði atvikið rýnt og mögulegar uppgefnar orsakir þess. Matvælastofnun meti svo hvort úrbóta verði krafist áður en veiðar haldi áfram. Þóra benti jafnframt á að almenn ákvæði laga um velferð dýra heimili Matvælastofnun að takmarka eða stöðva starfsemi þegar um alvarleg tilvik eða ítrekuð brot sé að ræða eða ef aðilar sinna ekki tilmælum innan tilgreinds frests.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Hvalir Dýr Tengdar fréttir Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20 Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hvalveiðimenn komnir með ellefu langreyðar Hörkugangur er í hvalveiðunum og veiddust fjórar langreyðar í gær. Áhafnir hvalbátanna beggja hafa núna skotið alls ellefu dýr á sex dögum. 13. september 2023 10:20
Íslendingar frekar óánægðir með ákvörðun Svandísar Íslendingar virðast almennt óánægðir með ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að leyfa hvalveiðar með nýjum og hertum skilyrðum. Nær 43 prósent landsmanna eru óánægð með ákvörðunina en 35 prósent eru ánægð. Um 23 prósent eru hvorki ánægð né óánægð með ákvörðunina. Þetta kemur fram í niðurstöðum Þjóðarpúls Gallup. 12. september 2023 09:51