Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 06:48 Erna Ýr Öldudóttir er annar tveggja Íslendinga sem ferðaðist til Úkraínu til að taka þátt í „kosningaeftirliti“. Vísir Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira