Munu mögulega sæta aðgerðum af hálfu erlendra ríkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. september 2023 06:48 Erna Ýr Öldudóttir er annar tveggja Íslendinga sem ferðaðist til Úkraínu til að taka þátt í „kosningaeftirliti“. Vísir Utanríkisráðuneytið segir ekki útilokað að erlend ríki muni grípa til aðgerða gegn tveimur Íslendingum sem tóku þátt í „kosningaeftirliti“ í Kherson á dögunum, einu þeirra svæða sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu. Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í fréttatilkynningu á dögunum að svokallaðir „alþjóðlegir kosningaeftirlitsmenn“ myndu mögulega sæta refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum. DV greindi frá því á dögunum að umræddir Íslendingar væru Erna Ýr Öldudóttir og meindýraeyðirinn Konráð Magnússon en þau voru meðal nokkurra erlendra ríkisborgara sem fylgdust með kosningunum. Samkvæmt miðlinum EU Observer var vitnað í Konráð í rússneskum miðlum, þar sem hann var sagður hafa hrósað framkvæmd kosninganna. Var hann kallaður „kosningasérfræðingur“ en dálkahöfundur EU Observer vill hins vegar meina að aðkoma hans að svokölluðum kosningum, meindýraeyðis frá Íslandi, sé til marks um einangrun Rússlands á hinum alþjóðlega vettvangi. Í svörum utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins segir meðal annars að öll um ræða um „eftirlit“ með „gervikosningum“ sé skrumskæling. „Íslensk stjórnvöld fordæma allar gervikosningar sem haldnar eru á hernumdum svæðum Úkraínu. Sá gjörningur sem átti sér stað í Kherson er marklaus, enda voru umræddar „kosningar“ í trássi við alþjóðalög, eins og allur stríðsrekstur Rússlands í Úkraínu,“ segir í svarinu. The list of international observers who came to occupied #Ukraine to enable the occupation & genocide.These aren t useful idiots . These are vultures feeding on Ukraine s suffering.#StopRussia #StandWithUkraine https://t.co/6RaDpql9lP @A_SHEKH0VTS0V pic.twitter.com/FH0JDI1EAi— olexander scherba (@olex_scherba) September 15, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira