Sport

Mar­lena Radziszewska er sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins árið 2023

Boði Logason, Garpur I. Elísabetarson og Magnús Jochum Pálsson skrifa
Mar­lena Radziszewska er sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins árið 2023 eftir að hafa hlaupið rúma 250 kílómetra.
Mar­lena Radziszewska er sigur­vegari Bak­garðs­hlaupsins árið 2023 eftir að hafa hlaupið rúma 250 kílómetra. Vísir

Marlena Radziszewska er sigurvegari Bakgarðshlaupsins árið 2023 eftir að hafa hlaupið 38 hringi eða um 254,6 kílómetra.

Í öðru sæti var Elísa Kristinsdóttir sem hljóp 37 hringi og í því þriðja varð Flóki Halldórsson sem hljóp 36 hringi. Þau þrjú hlupu saman frá 31. hring.

Hlaupið var haldið í fjórða sinn um helgina í Heiðmörk og tóku alls 250 hlauparar þátt. 

Fyrirkomulagið var með sama móti og síðustu ár, keppendur hlaupa 6,7 kílómetra langan hring og hafa klukkustund til þess að klára hann. Alltaf er lagt af stað í næsta hring á heila tímanum og gefst því meiri hvíld eftir því hversu snöggur hver hlaupari er með hringinn. Hlaupinu lýkur þegar það er aðeins einn hlaupari eftir.

Hlaupið verður í beinni útsendingu allan sólarhringinn hér á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. 

Einnig hægt að lesa um nýjustu tíðindi í Vaktinni hér að neðan.

Ef Vaktin birtist ekki að neðan gæti þurft að endurhlaða síðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×