Raðfrumkvöðlar á Íslandi Magnús Daði Eyjólfsson skrifar 16. september 2023 11:00 Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Sjá meira
Raðfrumkvöðlar er hugtak sem er lítt þekkt meðal almennings á Íslandi. Raðfrumkvöðlar eru þeir frumkvöðlar sem stofna nýtt sprotafyrirtæki í framhaldi af öðru en um helmingur allra frumkvöðla teljast raðfrumkvöðlar. Rannsóknir hafa sýnt að það sem helst einkennir þessa tegund frumkvöðla er að þeir gefast ekki upp, þrífast best í hámarks óvissu og eru með mikla sköpunarþörf. Raðfrumkvöðlar eru taldir hæfari og félagslega tengdari en hefðbundnir frumkvöðlar þar sem þeir standa sig betur í síðari verkefnum sínum vegna reynslu sinnar af mistökum og mikillar sköpunargleði sem þeir búa yfir. Ísland hefur byggt upp sterkt stuðningsnet fyrir frumkvöðla og erum við nokkuð framarlega á því sviði á heimsmælikvarða. Stuðningsumhverfi nýsköpunar hérlendis hefur eflst mjög mikið undanfarin ár og hafa sennilega aldrei verið betri aðstæður til þess að vera raðfrumkvöðull hér á landi en nú. Fjölmargir viðskiptahraðlar eru haldnir árlega á Íslandi og KLAK - Icelandic Startups er í sérflokki hérlendis varðandi stuðning við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Verðmætasköpun ofar öllu Ég gerði rannsókn á upplifun raðfrumkvöðla af frumkvöðlastarfsemi á Íslandi fyrir BS ritðgerðina mína í viðskiptafræði og tók viðtöl við fimm íslenska raðfrumkvöðla sem hafa stofnað allt frá́ þremur upp í tuttugu sprotafyrirtæki. Niðurstöðurnar sýna að raðfrumkvöðlar gera óteljandi mistök og mæta ýmsum hindrunum á vegferð sinni. Viðmælendur rannsóknarinnar voru á sama máli að rekstur sprotafyrirtækja hafi reynst þeim talsvert erfiðari en þeir höfðu reiknað með og hindranir raðfrumkvöðla komi úr ýmsum óvæntum áttum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna það að besta leiðin að takast á við allar þær hindranir sem þeir standa frammi fyrir er að berskjalda sig og viðurkenna mistökin fyrir sjálfum sér. Hæfileikinn að líta ekki endalaust í baksýnisspegilinn heldur beint fram á veginn og hugsa um mistökin sem lærdóm skipti öllu máli til þess að starfa sem raðfrumkvöðull. Ýmis vandamál koma upp á vegferðinni en helstu hvatar raðfrumkvöðlanna er að skapa verðmæti fyrir almenning - það er ofar öllu. Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur sé óneitanlega mikilvægur þáttur í augum raðfrumkvöðla, þá er vegur ánægja þeirra af því að skapa verðmæti og að gefa af sér fyrir samfélagið talsvert meira en fjárhagslegur ávinningur í augum viðmælenda rannsóknarinnar. Ástríða þeirra fyrir starfi sínu og verðmætasköpun er mjög merkileg og gerir raðfrumkvöðla að mjög áhugaverðu fyrirbæri. Fyrir þá sem vilja lesa meira, þá er ritgerðin opin öllum á www.skemman.is og ber hún heitið Að skapa verðmæti er ofar öllu. Upplifun raðfrumkvöðla á frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Höfundur er verkefnastjóri hjá KLAK - Icelandic Startups.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun