Sainz á ráspól en heimsmeistarinn hefur verk að vinna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. september 2023 14:33 Carlos Sainz verður á ráspól í Singapúr á morgun. Marco Canoniero/LightRocket via Getty Images Carlos Sainz, ökumaður Ferrari, verður á ráspól þegar farið verður af stað í Formúlu 1 í Singapúr á morgun. Mikil seinkun varð á tímatökunum eftir að Lance Stroll missti stjórn á bílnum sínum undir lok fyrsta hlutans og lenti úti í vegg. Aston Martin bifreið Stroll skemmdist mikið og endaði úti á miðri braut og því varð um klukkustundar löng töf á meðan öllu var komið í rétt horf. Tímatakan gat þó að lokum haldið áfram og var það að lokum Ferrari-maðurinn Carlos Sainz sem tók ráspól. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, ræsir þriðji, en á milli þeirra verður George Russell á Mercedes. CARLOS SAINZ TAKES BACK-TO-BACK POLES!@Carlossainz55 lights up the streets of Marina Bay to take his second pole in a row for @ScuderiaFerrari!#SingaporeGP #F1 pic.twitter.com/FxNCb2uTSc— Formula 1 (@F1) September 16, 2023 Það var hins vegar ekki góður dagur fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og liðsfélaga hans hjá Red Bull, Sergio Perez. Með hagstæðum úrslitum um helgina getur Red Bull-liðið tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða, en eftir tímatökurnar verður það að teljast ólíklegt. Hvorki Verstappen né Perez komust í gegnum annan hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi. Akstursíþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mikil seinkun varð á tímatökunum eftir að Lance Stroll missti stjórn á bílnum sínum undir lok fyrsta hlutans og lenti úti í vegg. Aston Martin bifreið Stroll skemmdist mikið og endaði úti á miðri braut og því varð um klukkustundar löng töf á meðan öllu var komið í rétt horf. Tímatakan gat þó að lokum haldið áfram og var það að lokum Ferrari-maðurinn Carlos Sainz sem tók ráspól. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc, ræsir þriðji, en á milli þeirra verður George Russell á Mercedes. CARLOS SAINZ TAKES BACK-TO-BACK POLES!@Carlossainz55 lights up the streets of Marina Bay to take his second pole in a row for @ScuderiaFerrari!#SingaporeGP #F1 pic.twitter.com/FxNCb2uTSc— Formula 1 (@F1) September 16, 2023 Það var hins vegar ekki góður dagur fyrir heimsmeistarann Max Verstappen og liðsfélaga hans hjá Red Bull, Sergio Perez. Með hagstæðum úrslitum um helgina getur Red Bull-liðið tryggt sér heimsmeistaratitil bílasmiða, en eftir tímatökurnar verður það að teljast ólíklegt. Hvorki Verstappen né Perez komust í gegnum annan hluta tímatökunnar og Verstappen ræsir ellefti, tveimur sætum fyrir framan Perez sem ræsir þrettándi.
Akstursíþróttir Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira