Handbolti

Dramatískt jafn­tefli hjá FH í Grikk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í dag.
Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk og gaf þrjár stoðsendingar í dag. Vísir/Anton Brink

FH gerði 32-32 jafntefli við Diomidis Argous frá Grikklandi í fyrri leik liðanna í 1. umferð Evrópubikars karla í handbolta í dag. Það er því allt undir fyrir síðari leik liðanna sem fer fram á morgun. Sá leikur fer einnig fram í Grikklandi.

Leikurinn var mjög jafn, eins og lokatölur gefa til kynna, en undir lok fyrri hálfleiks náðu Grikkirnir góðum kafla og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 17-15. Í síðari hálfleik bættu þeir enn frekar í og voru um tíma fimm mörkum yfir.

Þá loks bitu FH-ingar frá sér og jöfnuðu metin. Aron Pálmarsson hélt svo að hann hefði tryggt FH sigurinn með marki þegar aðeins þrjár sekúndur lifðu leiks en á einhvern ótrúlegan hátt tókst Grikkjunum að jafna áður en lokaflautið gall.

Birgir Már Birgisson og Símon Michael Guðjónsson voru markahæstir hjá FH með 5 mörk hvor. Aron skoraði þrjú og gaf jafn margar stoðsendingar. Jóhannes Berg Andrason skoraði fjögur mörk og gaf fimm stoðsendingar. Omar Salem var allt í öllu hjá heimamönnum en hann skoraði 11 mörk og gaf fjórar stoðsendingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×