Nýsköpun í rekstri þjóðar Baldur Vignir Karlsson skrifar 17. september 2023 17:31 Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gervigreind Nýsköpun Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp Skoðun Skoðun Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Sjá meira
Er það bara ég eða virkar samfélagið betur þegar Alþingi er í jóla og sumarfríi? Þetta er augljóslega bara tilfinning byggð á innsæi, en nú þegar Alþingisfólkið okkar er mætt aftur í vinnuna, vel útsofið og glaðbeitt myndi maður halda, þá er eins og það hafi skyggt aðeins yfir landann. Fólk er aðeins reiðara í umferðinni, aðeins pirraðra að bíða eftir sjálfafgreiðslukassanum, aðeins stressaðra, aðeins styttri í þeim þráðurinn. Haustið hefur ávallt verið uppáhaldstíminn minn. Loftið svalt og birtan svalari, tannhjólin að hrökkva í gang eftir sumarið, guttarnir mínir skólaárinu eldri og aftur komnir í rútínu, kaosið aðeins meira skipulagt. En svo mæta þingmenn í vinnuna og brúnirnar þyngjast, flokkadrættir aukast, blótsyrði heyrast og leikritið byrjar. Nú þegar gervigreind er komin til að vera og hraðinn á hvað þessi tækni getur gert eykst gríðarlega og nokkuð ljóst að ýmis störf eiga eftir að liggja í valnum, en önnur verða til vissulega, hlýtur maður að velta fyrir sé að ef samfélagið virkar betur þegar stjórnvöld eru í fríi, væri þá ekki kjörið að skipta þeim út fyrir gervigreind. Væri ekki bara betra að byrja á þeim en fólki sem hefur ekki efni á að missa vinnuna? Það væru engin rifrildi, bara rök, engin átök, bara friður. Gervigreind er í raun mannskapað tauganet og það væri hægt að mata það með öllu lögum og reglum og ræðum síðustu áratuga, með bæði stjórnarskránni sem löngu er orðin úrelt og þeirri sem íslendingar kusu um en fengu ekki að hafa, og gervigreindinni kennt að hafa hag heildarinnar ávallt að leiðarljósi. Getur þú í einlægni sagt að það væri verra? Nú hef ég síðastliðið ár sökkt mér í nýsköpunarheiminn. Kannski hefur sá heimur smitað sjónarhornið mitt. Þetta er fallegur heimur og skemmtilegur en mjög erfiður heimur og harður. Þannig á það að vera. Þarna inni er fólk sem er að reyna að breyta heiminum til góðs og búa einhvað til frá grunni sem á eftir að skapa atvinnu og skapa verðmæti fyrir framtíðar kynslóðir. Ég er alveg viss um að við getum fundið nýja tegund af rekstri þjóðar. Höfundur er meðstofnandi Revolníu.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar