Stjórn La Liga hefur gefið út að Osasuna verði refsað fyrir níðsöngva í garð Greenwoods sem kom inn af bekknum í síðari hálfleik.
— Guillermo Rai (@GuillermoRai_) September 17, 2023
Osasuna fans chanting "Greenwood, die"@TheAthleticFC pic.twitter.com/A7zhAxyD5b
Þetta var fyrsti leikur hans í 19 mánuði eða síðan hann var settur út í kuldann hjá Manchester United eftir að framherjinn var kærður fyrir tilraun til nauðgunar og líkamsárás.
Málið var látið falla niður og fyrir ekki svo löngu var Greenwood lánaður til Getafe á Spáni. Hann kom inn af bekknum á 77. mínútu og fagnaði stórhluti stuðningsfólks Getafe á meðan stuðningsfólk Osasuna óskaði þess einfaldlega að hann myndi deyja.
Osasuna are facing punishment from La Liga after supporters aimed abusive chants towards Mason Greenwood during Sunday s game with Getafe.https://t.co/0vVUJXTwzm
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) September 17, 2023
Söngvar þess efnis heyrðust úr stúkunni og hefur La Liga ákveðið að Osasuna verði sektað vegna athæfisins.