Real hefur byrjað tímabilið vel úrslitalega séð en tekst þó oftar en ekki að koma sér í vandræði. Það gerði liðið eftir aðeins fimm mínútur í kvöld en þá kom Ander Barrenetxea gestunum yfir.
Það var eina mark fyrri hálfleiks en heimamenn jöfnuðu strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. Federico Valverde með markið eftir sendingu frá Fran Garcia. Það var svo þegar sléttur klukkutími sem sigurmarkið kom. Það skoraði Joselu eftir sendingu frá áðurnefndum Garcia.
Joselu s winner against Real Sociedad puts Real Madrid back on top of La Liga pic.twitter.com/xV2HTc54nS
— B/R Football (@brfootball) September 17, 2023
Staðan orðin 2-1 og það reyndust lokatölur í Madríd. Real er því komið á topp La Liga með fullt hús stiga, 15 stig eftir 5 leiki. Barcelona er í 2. sæti með 13 stig. Soceidad er í 11. sæti með 6 stig.
Önnur úrslit
- Getafe 3-2 Osasuna
- Villareal 2-1 Almería
- Sevilla 1-0 Las Palmas
