Ætla sér að finna nýjan stað fyrir Lillaróló Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2023 15:19 Lillaróló við Höfðatún á Hólmavík hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið. Strandabyggð Til stendur að reisa íbúðabyggingu á lóðinni við Höfðatún á Hólmavík þar sem hinn svokallaði Lillaróló hefur staðið um árabil og er ljóst að finna þarf nýjan stað undir leikvöllinn. Tveir staðir hafa helst verið nefndir til sögunnar sem mögulegar framtíðarstaðsetningar fyrir Lillaróló. Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð Strandabyggð Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Málið var til umræðu á síðasta sveitarstjórnarfundi Strandabyggðar þar sem bréf frá íbúa um málið var tekið fyrir. Fram kemur að ljóst sé að Lillaróló þurfi að víkja fyrir íbúðabyggingu og því þurfi að finna nýjan stað fyrir leikvöll með sama nafni. Segir að tvær staðsetningar hafi helst verið ræddar; við matsal Krambúðarinnar við Höfðatún annars vegar og við ærslabelginn við íþróttamiðstöðina hins vegar. Þorgeir Pálsson er sveitarstjóri Strandabyggðar.Vísir/Sigurjón Fram kemur í fundargerðinni að sveitarstjórn telji rétt að bera málið undir stjórn Hornsteina, sem lóðarhafa Krambúðarinnar – verkefni sem sveitarstjóranum Þorgeiri Pálssyni hefur verið falið. Sveitarstjóranum var sömuleiðis falið að undirbúa mat á umræddum mögulegu framtíðarstaðsetningum, kostum þeirra á göllum. Fram kemur að sveitarstjórn staðfesti að hún muni taka jákvætt í að aðstoða við uppsetningu leiktækja, þegar þar að kemur. Byggður upp og viðhaldið af Lýði þúsundþjalasmið Á vef Strandabyggðar segir að leiksvæðið Lillaróló hafi verið starfrækt við Höfðatún í allmörg ár. „Völlurinn hefur verið byggður upp og viðhaldið af Lýði Jónssyni þúsundþjalasmið, en hann hefur smíðað leiktæki og séð um viðhald á vellinum í sjálfboðavinnu. Leiksvæðið er öllum opið og talsvert mikið notað, enda er fjöldi barna búsettur „úti í hverfi“. Á Lilla-róló eru alls níu leiktæki, róla, kastali, vegasölt, smákofi, sandkassi, stauraveggur, bátur og rennibraut,“ segir um svæðið. Báturinn á Lillaróló.Strandabyggð
Strandabyggð Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira