Fer nýjar leiðir í myndlistinni samhliða glænýju föðurhlutverki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. september 2023 10:01 Árni Már opnar listasýninguna Húsvörður á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg á fimmtudaginn. Hrafn Jónsson Myndlistarmaðurinn Árni Már opnar listasýninguna Húsvörðurinn á Mokka á morgun. Eins og lesa má úr titli sýningarinnar sækir Árni innblástur í húsvörðinn, sem hann segir „örugglega vera geggjað starf“. Hrifinn af húsvarðarstarfinu „Ég er í raun að nota alls konar verkfæri sem húsverðir nota við sýninguna. Ég er með kústa og fægiskóflur, sópa og alls konar dót og þaðan kom í raun titillinn, Húsvörður.“ Hann segist alltaf hafa verið hrifinn af húsvarðar starfinu og útiloki ekki að enda þar síðustu árin fyrir eftirlaun. „Að rölta gangana og passa að allir séu góðir og skipta um skrúfur og ljósaperur. Ég mun auðvitað alltaf vera með vinnustofu í gegnum lífið mitt en það væri alveg stemning að breyta til. Hver veit!“ Vill vera myndlistarmaður, ekki framleiðandi Árni Már hefur vakið mikla athygli í myndlistarheiminum fyrir ölduseríur sínar en er nú með splunkuný verk þar sem hann fer nýjar leiðir. „Þessi sería var unnin sérstaklega fyrir Mokka og þetta er svona áframhald og þróun á þessum verkum síðustu ár. Ég kalla þessi verk Afbrigði og þau eru í raun tilraunir af vinnustofunni minni. Öldurnar hjá mér gengu svo ótrúlega vel og seldust stöðugt upp en þá er svo mikilvægt að halda áfram að ögra sér. Það var kominn tími fyrir mig persónulega til að þróast og gera eitthvað meira og annað. Maður þarf stöðugt að vera tilbúinn til að þróast, annars hefði ég í raun hætt að verða myndlistarmaður og bara orðið framleiðandi á því sama.“ Meðal verka í seríunni Afbrigði hjá Árna Má fyrir sýninguna Húsvörðurinn.Árni Már Nýbakaður faðir og fer aftur í ræturnar Hann segir þó að það sé ekki alltaf auðvelt að breyta til. „Auðvitað var auðvelt að festast í því sama þar sem serían seldist upp, ég tala nú ekki um þegar maður er að takast á við nýtt hlutverk sem pabbi,“ segir Árni en hann og Sigrún Karlsdóttir sambýliskona hans eignuðust frumburð sinn Una Árnason í apríl síðastliðnum. „Það er þó svo miklu skemmtilegra að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Ég er líka kominn aftur í spreybrúsann, aftur til rótanna má segja, en ég byrjaði mína vegferð í listsköpun sem unglingur að gera veggjalist.“ Nýju verk Árna, Afbrigði, hafa fengið góðar viðtökur og selst vel að hans sögn. „Ég held að svo lengi sem þú ert sannur því sem þú ert að gera og vandar til verka þá gengur vel. Það hefur allavega sýnt sig síðustu ár hjá mér.“ Árni Már segir mikilvægt að ögra sér og þróast.Vísir/Vilhelm Goðsagnakenndur sýningarstaður ýmissa kempa Árni segir það mikinn heiður að fá að sýna á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg en Mokka hefur í áraraðir sett um sýningar eftir marga listamenn sem hafa skrifað sig í sögubækurnar. „Ég fékk símtal frá þeim þar sem þau buðu mér að vera með sýningu þarna og ég sagði strax já. Þetta er goðsagnakenndur staður sem hefur verið í virku sýningarhaldi í 65 ár. Ég held að þetta sé með lengst starfandi sýningarsölunum í Reykjavík. Þetta er að sjálfsögðu líka kaffihús en þarna hafa rosa margar kempur sýnt í gegnum tíðina og bóhem skáld og listamenn voru tíðir gestir. Það er gaman að haka í það að hafa tekið þátt í því ævintýri sem Mokka er.“ Hann segir einnig að það sé fallegt að sjá að staðurinn helst alltaf inni í fjölskyldunni sem stofnaði hann. „Ég fór og hitti manninn sem sér um sýningarhaldið hjá þeim og það er tengdasonur fólksins sem stofnaði þetta á sínum tíma. Það er svo magnað.“ Sýningin stendur til 22. nóvember næstkomandi. Hún opnar á fimmtudaginn 21. september frá klukkan 16:00 - 18:00 og eru öll velkomin. Árni Már rekur einnig Gallery Port á Laugavegi. Hann var viðmælandi í þættinum Kúnst í seríu tvö en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan: Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 „Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hrifinn af húsvarðarstarfinu „Ég er í raun að nota alls konar verkfæri sem húsverðir nota við sýninguna. Ég er með kústa og fægiskóflur, sópa og alls konar dót og þaðan kom í raun titillinn, Húsvörður.“ Hann segist alltaf hafa verið hrifinn af húsvarðar starfinu og útiloki ekki að enda þar síðustu árin fyrir eftirlaun. „Að rölta gangana og passa að allir séu góðir og skipta um skrúfur og ljósaperur. Ég mun auðvitað alltaf vera með vinnustofu í gegnum lífið mitt en það væri alveg stemning að breyta til. Hver veit!“ Vill vera myndlistarmaður, ekki framleiðandi Árni Már hefur vakið mikla athygli í myndlistarheiminum fyrir ölduseríur sínar en er nú með splunkuný verk þar sem hann fer nýjar leiðir. „Þessi sería var unnin sérstaklega fyrir Mokka og þetta er svona áframhald og þróun á þessum verkum síðustu ár. Ég kalla þessi verk Afbrigði og þau eru í raun tilraunir af vinnustofunni minni. Öldurnar hjá mér gengu svo ótrúlega vel og seldust stöðugt upp en þá er svo mikilvægt að halda áfram að ögra sér. Það var kominn tími fyrir mig persónulega til að þróast og gera eitthvað meira og annað. Maður þarf stöðugt að vera tilbúinn til að þróast, annars hefði ég í raun hætt að verða myndlistarmaður og bara orðið framleiðandi á því sama.“ Meðal verka í seríunni Afbrigði hjá Árna Má fyrir sýninguna Húsvörðurinn.Árni Már Nýbakaður faðir og fer aftur í ræturnar Hann segir þó að það sé ekki alltaf auðvelt að breyta til. „Auðvitað var auðvelt að festast í því sama þar sem serían seldist upp, ég tala nú ekki um þegar maður er að takast á við nýtt hlutverk sem pabbi,“ segir Árni en hann og Sigrún Karlsdóttir sambýliskona hans eignuðust frumburð sinn Una Árnason í apríl síðastliðnum. „Það er þó svo miklu skemmtilegra að gera eitthvað nýtt og prófa sig áfram. Ég er líka kominn aftur í spreybrúsann, aftur til rótanna má segja, en ég byrjaði mína vegferð í listsköpun sem unglingur að gera veggjalist.“ Nýju verk Árna, Afbrigði, hafa fengið góðar viðtökur og selst vel að hans sögn. „Ég held að svo lengi sem þú ert sannur því sem þú ert að gera og vandar til verka þá gengur vel. Það hefur allavega sýnt sig síðustu ár hjá mér.“ Árni Már segir mikilvægt að ögra sér og þróast.Vísir/Vilhelm Goðsagnakenndur sýningarstaður ýmissa kempa Árni segir það mikinn heiður að fá að sýna á kaffihúsinu Mokka á Skólavörðustíg en Mokka hefur í áraraðir sett um sýningar eftir marga listamenn sem hafa skrifað sig í sögubækurnar. „Ég fékk símtal frá þeim þar sem þau buðu mér að vera með sýningu þarna og ég sagði strax já. Þetta er goðsagnakenndur staður sem hefur verið í virku sýningarhaldi í 65 ár. Ég held að þetta sé með lengst starfandi sýningarsölunum í Reykjavík. Þetta er að sjálfsögðu líka kaffihús en þarna hafa rosa margar kempur sýnt í gegnum tíðina og bóhem skáld og listamenn voru tíðir gestir. Það er gaman að haka í það að hafa tekið þátt í því ævintýri sem Mokka er.“ Hann segir einnig að það sé fallegt að sjá að staðurinn helst alltaf inni í fjölskyldunni sem stofnaði hann. „Ég fór og hitti manninn sem sér um sýningarhaldið hjá þeim og það er tengdasonur fólksins sem stofnaði þetta á sínum tíma. Það er svo magnað.“ Sýningin stendur til 22. nóvember næstkomandi. Hún opnar á fimmtudaginn 21. september frá klukkan 16:00 - 18:00 og eru öll velkomin. Árni Már rekur einnig Gallery Port á Laugavegi. Hann var viðmælandi í þættinum Kúnst í seríu tvö en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan:
Myndlist Reykjavík Tengdar fréttir KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01 „Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01 „Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01 Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Robert Redford er látinn Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
KÚNST: „Þessi stöðuga þörf til að gera eitthvað hefur skilað mér hvað mestum árangri“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 og er með marga bolta á lofti. Hann er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna neðar í pistlinum. 29. mars 2022 07:01
„Innblásturinn kemur bara af öllu sem við gerum“ Listamaðurinn Árni Már Erlingsson rekur Gallery Port á Laugavegi 32 en galleríið opnaði fyrst dyrnar fyrir um sex árum síðan. Árni Már er gestur í nýjasta þætti af KÚNST sem er að finna hér: 2. apríl 2022 07:01
„Uppskera og lokahóf menningarársins“ Gallery Port stendur fyrir samsýningunum Jólagestir Gallery Port og Laufabrauð sjöundu jólin í röð en sýningin opnar næstkomandi laugardag. Þar gefst gestum og gangandi tækifæri á að sjá og upplifa verk einhverra fremstu listamanna landsins en sýningin er jafnframt sölusýning. 30. nóvember 2022 14:01