Vísbendingar um ofbeldi innan Sinfóníuhljómsveitarinnar Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2023 21:46 Í skýrslunni er fjallað um einelti, ofbeldi, vanvirðingu og kynþáttafordóma innan sveitarinnar. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Sinfóníuhljómsveitar Íslands er að finna vísbendingar um einelti og ofbeldi innan sveitarinnar. Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar. Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Í upphafi árs óskaði stjórn Sinfóníunnar eftir því að Ríkisendurskoðun myndi gera úttekt á starfsemi hljómsveitarinnar. Sú úttekt birtist í dag. Þar segir meðal annars að samkvæmt upplýsingum úr starfsmannakönnun hafi vinnustaðamenning innan Sinfóníunnar veikst undanfarin ár. Þar spili inn í nokkur erfið starfsmannamál. Kannanirnar hafi sýnt fram á aukna óánægju með starfsaðstæður og laun. Og þá séu vísbendingar um aukið álag, einelti og ofbeldi sem vinna þurfi bug á. Jafnframt er minnst á að starfsfólk hafi upplifað vanvirðingu og kynþáttafordóma. Í skýrslunni kemur fram að almennt megi segja að meiri tortryggni ríki gagnvart stjórnendum meðal hljóðfæraleikara heldur en hjá starfsfólki á skrifstofu. Stjórn og framkvæmdastjórn hljómsveitarinnar hefur brugðist við með því að endurskoða feril um viðbrögð við einelti og ofbeldi. Ríkisendurskoðun segir að halda þurfi því áfram. Erfiður rekstur Farið er yfir víðara svið í skýrslunni. Þar er bent á að rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafi verið erfiður undanfarin ár. Til að mynda hafi heimfaraldurinn haft áhrif á aðsókn. Hlutfall sértekna af heildartekjum hafi fallið úr um 22 prósentum í um tíu prósent á síðustu tveimur árum. Á sama tíma hefur rekstrarkostnaður farið hækkandi á meðan fjárveitingar standa í stað. Ríkisendurskoðun segir mikilvægt að auka aðsókn, fjölga tónleikagestum og setja fram skýra aðgerðaráætlun í því sambandi. Þá þurfi að endurmeta stefnu og rekstrarumhverfi sveitarinnar til framtíðar.
Sinfóníuhljómsveit Íslands Tónlist Vinnumarkaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira