Björn ræddi um stöðuna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.
Hann hefur rætt við sérfræðinga hjá Veðurstofunni og segir að svo virðist sem þeir hafi ekki gríðarlegar áhyggjur af stöðunni vegna þess hve lág grunnvatnsstaðan sé. Það minnki líkurnar á aurskriðum.
Fyrir þremur árum urðu miklar aurskriður á Seyðisfirði og í kjölfar þeirra var eftirlit aukið og mælingar gerðar í meiri mæli. Þá hafi verið settar upp ákveðnar bráðavarnir sem ættu að hjálpa að einhverju leiti kæmi til mikilla aurskriða.
Spurður um hvort þessar auknu varnir slái á ótta fólks segir Björn að ástand sem þetta skjóti fólki alltaf skelk fyrir bringu.
„Eðlilega fer þetta ekkert vel í fólk,“ segir hann, en bendir á að upplýsingagjöf til íbúa hafi verið góð. hafi verið góð.
„Ég held að í ljósi þeirra upplýsinga sem hafa komið og þeirrar vinnu sem þarna er unnin, að það hafi bara aukið traustið. Það eru þá meiri líkur á að fólk sé ekki í miklum óróleika,“
Hann segir að samkvæmt því sem hann hafi heyrt frá sérfræðingum þá sé íbúabyggð ekki í hættu. Hins vegar sé ekki verið að aflétta núverandi rýmingu, og að frekari ákvörðun varðandi það verði ekki tekin fyrr en í fyrramálið.