„Þetta var eins og sprenging“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. september 2023 06:01 Ottó segist ekki hafa séð fólksbílinn þegar hann skall skyndilega á honum. Vísir/Vilhelm Sendibílstjóri sem fékk fólksbíl aftan á sig á miklum hraða við Stekkjarbakka í Breiðholti um helgina segir það hafa verið líkt og sprengingu að fá bílinn aftan á sig. Hann segist þakka guði fyrir að bíllinn hafi lent á sínum sendibíl frekar en öðru ökutæki, vegna þess hve illa það hefði getað farið. Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“ Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Slysið varð síðastliðinn sunnudagsmorgun. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu má líklega rekja slysið til veikinda ökumanns í fólksbílnum. Meiðsli ökumannsins eru sögð minniháttar. „Ég hef aldrei upplifað annað eins högg. Bíllinn kastaðist upp í loft að aftan og það þarf engan smáræðis kraft til þess að lyfta svona sendibíl,“ segir Ottó Albert Bjarnarsson, fertugur sendibílstjóri í samtali við Vísi. Hann segist verkjaður eftir slysið en telur sig hafa sloppið ótrúlega vel. Lyfta sendibílsins og kassi eru ónýt eftir slysið. Ottó segir að hugur sinn sé fyrst og fremst hjá ökumanni hins bílsins. „Maður sá hann aldrei koma. Ég var að keyra þarna og hafði séð hann þarna niður frá rétt við ljósin og þá var hann utan vegar. Ég hélt hann væri bara með bilaðan bíl. Ég keyri áfram og þá verður bara eins og sprenging og bíllinn, sem er um 3,3 tonn, tekst á loft. Ég keyrði út í kant og þá kom hann lullandi eins og í hægagangi framhjá, niður í gil og á staurinn.“ iPhone sími Ottós hringdi á neyðarlínuna við skellinn. Nýr eiginleiki í Apple símunum. Vísir/Vilhelm Ottó segist hafa spurt sjúkraliða sem hlúðu að honum hvernig maðurinn hefði það. Hann segir slysið hafa litið afar illa út, hann hafi allt eins átt von á því að maðurinn væri látinn. „Þau sögðu mér að hann væri á lífi og ég var mjög feginn. Ég hélt hann væri dáinn því þetta var rosalegasta högg sem ég hef upplifað. Bíllinn hans er pottþétt gjörónýtur. Svo er lyftan og kassinn á mínum bíl ónýt.“ Feginn að það hafi ekki verið einhver annar Ottó ber sig vel þrátt fyrir að vera verkjaður eftir slysið. Hann segist fyrst og fremst feginn því að fólksbílnum hafi verið ekið á hann því hann hafi verið á bíl sem gat betur tekið við því gríðarlega höggi sem fylgdi árekstrinum. „Ég er rosalega feginn svona eftir á að hyggja. Það er kannski bara ágætt að ég hafi verið þarna en ekki einhver annar,“ segir Ottó. Ottó segir ljóst að kassi bílsins sé ónýtur og lyfta hans sömuleiðis eftir slysið.Vísir/Vilhelm Frekar en einhver á smábíl? „Já. Það hefði verið hræðilegt. Alveg hræðilegt. Ég hef hugsað mikið um þetta. Ég var löngu hættur að vinna um helgar en það var árshátíð á Sendibílastöðinni, vöntun á bílum. Þessi kona hringdi á föstudag og bað um þetta og ég kunni ekki við það að segja nei og vildi redda þessu. Ef ég hefði lagt af stað aðeins fyrr eða aðeins seinna þá hefði ég ekki verið þarna. Maður er akkúrat þarna á réttum tíma. Alveg magnaður andskoti.“
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels