Íslendingar standa ekki gegn hatri Þórarinn Hjartarson skrifar 20. september 2023 10:00 Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Hinsegin Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Miðað við atburði undanfarnar þrjár vikur er ljóst að baráttan er ekki búin og mikilvægt er að standa gegn hatri. Fólk sem hefur ekkert unnið sér til saka annað en að gera tilraun til þess að vera þau sjálf og fá viðurkenningu frá samfélaginu verður nú fyrir aðkasti á samfélagsmiðlum. Hatursöflum er að vaxa fiskur um hrygg. Sem andsvar við þessu hefur samviskusamt fólk og fyrirtæki birt mynd á samfélagsmiðlum sem hljóðar svo: Stöndum saman gegn hatri #hinseginleikinn Einföld en kraftmikil yfirlýsing sem vottar að sá og hinn sami sé góð manneskja. Það sem hryggir undirritaðann er hins vegar hversu margir hafa kosið að birta ekki yfirlýsinguna og þannig staðið með hatrinu. Því þeir sem eru ekki tilbúnir að verja þremur sekúndum í að ýta á deilingarhnappinn og sýna í verki að þeir standi gegn hatri eru líklega með hugmyndir sem í besta falli geta talist varhugaverðar. Í leikriti Arthur Miller frá 1953, sem ber heitið The Crucible, er varpað ljósi á tengsl aðgerðarleysis og undirliggjandi álita og viðhorfa. Þeir sem ekki sýna í verki að þeir séu reiðubúnir að koma málstaðnum til varnar standa ekki einvörðungu aðgerðarlausir heldur eru þeir líklegir til þess að vinna gegn réttlátum markmiðum þegar tækifærið gefst. Ef stjórnvöld grípa ekki inn í áður en langt um líður dreifist hatrið stjórnlaust yfir allt samfélagið. Því velti ég upp eftirfarandi spurningunum: Erum við umburðarlynd þjóð? Erum við opin fyrir réttlátum breytingum? Eða erum við umlukin fólki sem hatar, sem er ekki tilbúið að sýna samstöðu þegar á reynir, jafnvel með einni deilingu á samfélagsmiðlum? Það er ljóst að við erum ekki á þeim stað sem við teljum okkur í trú um að við séum. Við búum ekki í réttindavænu samfélagi. Fólk sem nýtir eigin hugmyndir um tjáningarfrelsi fær að spúa hatri óáreitt á meðan langflestir standa hjá. Engin mannréttindastofa er til staðar til að fylgjast með færslum fólks á samfélagsmiðlum. Það er morgunljóst að þetta er útrýmingarstefna í aðsigi. Frammi fyrir okkur stendur vandi. Það er hatursfullt fólk í okkar samfélagi. Við þurfum að standa gegn þeim. Ef þú stendur gegn hatri, afhverju sýniru það ekki í verki? Afhverju ertu ekki tilbúinn að deila myndinni? Í hvernig samfélagi vilt þú búa? Er ekki árið 2023? Erum við ekki komin lengra? Stöndum gegn hatri. Deilum myndinni. Höfundur er hlaðvarpsstjórnandi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar