Vill hætta samstarfi við matvælaráðuneytið Árni Sæberg skrifar 20. september 2023 11:50 Guðmundur Kristjánsson og Brim felldu Samkeppniseftirlitið og nú telur það forsendur samnings við matvælaráðuneytið brostnar. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Vísir/Vilhelm/Arnar Forstjóri Brims hf. fagnar úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála um að dagsektir samkeppniseftirlitsins hafi verið ólögmætar. Samkeppniseftirlitið telur forsendur fyrir umdeildum samningi við matvælaráðuneytið brostnar. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar. Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í gær að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélagið Brim hf. dagsektum upp á þrjár og hálfa milljón króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn í tengslum rannsókn á stjórnar- og eignatengslum í sjávarútvegi gegn verktakagreiðslu frá matvælaráðuneytinu. Áfrýjunarnefndin taldi eftirlitið ekki hafa heimild til þess að beita valdheimildum sínum og úrræðum eins og dagsektum gegn Brimi til þess að ýta á eftir afhendingu gagna vegna slíkra athugana og skýrsluskrifa. Var strax harður á því að fyrirkomulagið gæti ekki staðist lög Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims, fagnar úrskurðinum og segir hann alveg skýran. „Þegar ég frétti þetta í sumar, að við værum komin með þrjár og hálfa milljón í sekt á dag, þá fannst mér þetta mjög óeðlilegt og ekki rétt. Ég var strax harður á því að þetta gæti ekki staðist samkvæmt lögum, að það væri hægt að nota framkvæmdavald, sem hefur miklar rannsóknarheimildir og mikla ábyrgð eins og Samkeppniseftirlitið, svona. Samkeppniseftirlitið hefur mikla ábyrgð og er mikilvæg stofnun í samfélaginu, en það verður að gæta að sér og má ekki misnota aðstöðu sína. Ég tel að þarna hafi komið skýrt fram að Samkeppniseftirlitið var að misnota sína aðstöðu. Eftirlitið hættir við Samkeppniseftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum þar sem segir að að úrskurðinum gengnum líti Samkeppniseftirlitið svo á að forsendur séu brostnar fyrir samningi eftirlitsins við matvælaráðuneytið og muni óska eftir viðræðum við ráðuneytið um lok hans. Með hliðsjón af framangreindu og í ljósi úrskurðar áfrýjunarnefndar hafi eftirlitið í hyggju að hefja nýja athugun á stjórnunar- og eignatengslum sjávarútvegsfyrirtækja. Jafnframt muni Samkeppniseftirlitið óska að nýju upplýsinga frá sjávarútvegsfyrirtækjum, en með því gefist hlutaðeigandi fyrirtækjum færi á að endurnýja og eftir atvikum bæta við fyrri svör. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gaf ekki færi á viðtali við vinnslu fréttarinnar.
Sjávarútvegur Samkeppnismál Brim Stjórnsýsla Tengdar fréttir Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13 Mest lesið Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
Dagsektir á hendur Brimi ólögmætar Úrskurðarnefnd samkeppnismála úrskurðaði í dag að fella bæri úr gildi ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 19. júlí síðastliðinn um að beita útgerðarfélaginu Brim hf. dagsektum upp á 3,5 milljónir króna þar fyrirtækið veitti eftirlitinu upplýsingar og gögn. 19. september 2023 19:13