„Mbappé hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2023 14:01 Kylian Mbappé skoraði í 2-0 sigri Paris Saint-Germain á Borussia Dortmund í gær. getty/Johannes Simon Jóhannes Karl Guðjónsson og Aron Jóhannsson voru sammála um að Kylian Mbappé hefði grætt á því að fara í fýlu við Paris Saint-Germain. Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira
Eftir mikla störukeppni í sumar byrjaði Mbappé að spila aftur með PSG. Samningur hans við félagið rennur út eftir tímabilið og þá er búist við því að hann fari til Real Madrid. Mbappé kom PSG á bragðið með marki úr vítaspyrnu í 2-0 sigri á Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær. „Maður er orðinn frekar þreyttur á þessum völdum sem þessar stórstjörnur hafa umfram félögin. Það var alltaf þessi gamla, góða mýta að enginn væri stærri en félagið en þarna er greinilegt að Mbappé er mikið stærri en félagið,“ sagði Jóhannes Karl í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er ótrúlegt. Hvert einasta ár ætlar PSG að vinna Meistaradeildina og eru alltaf að fá nýja og nýja stjóra til að gera það. Allir vita að ef þú ætlar að vinna Meistaradeildina þarftu að vera með sterka liðsheild. Þú getur ekki leyft leikmanni eins og Mbappé stýra og stjórna öllu eins og þetta lítur út. Vonandi einbeitir hann sér meira á fótboltann og reyna að hætta að tala alltaf um að hann sé að fara eða ekki fara. Maður er orðinn frekar þreyttur á þessu.“ Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Mbappé PSG gerði miklar breytingar á liði sínu í sumar og fékk alls ellefu nýja leikmenn, þar á meðal besta vin Mbappés, Ousmane Dembélé. Lionel Messi og Neymar eru hins vegar horfnir á braut. „Núna eru þeir ekki þremur mönnum færri þegar þeir eru með boltann þótt Mbappé fái frjálsa rullu þarna. Hann fær að gera það sem hann vill. Ef við tölum aftur um að hann sé búinn að fá þessi völd; hann fékk í raun allt sem hann vildi. Hann fór í fýlu, Messi og Neymar fóru, hann fékk inn vini sína og einhverja PlayStation félaga sína, sem eru reyndar mjög góðir í fótbolta, en fékk allt sem hann vildi. Hann hagaði sér eins og fáviti og fékk allt sem hann vildi,“ sagði Aron. Mbappé hefur verið frá PSG frá 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 220 mörk í 265 leikjum. Umræðuna um Mbappé úr Meistaradeildarmörkunum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Sociedad - Real Madrid | Madrídingar í Baskalandi Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Sjá meira