Reynir Pétur á rafskutlu á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. september 2023 20:06 Reynir elskar að spila á munnhörpuna sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Einn þekktasti göngugarpur landsins, Reynir Pétur Ingvarsson á Sólheimum í Grímsnesi hefur lagt gönguskóna meira og minna á hilluna og ferðast nú um allt á rafskutlu. Þá er hundur á Sólheimum, sem veit ekkert skemmtilegra en að vera í körfu eiganda síns þegar hún ekur um svæðið á sinni rafskutlu. Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Sjá meira
Reynir Pétur, sem verður 75 ára 25. október næstkomandi er þekktastur fyrir Íslandsgönguna sína 1985 en þá gekk hann hringinn í kringum landið á 32 dögum. Reynir er ekki mikið á ferðinni gangandi í dag því hann fer mest um á nýju rafskutlunni sinni eða á reiðhjóli. „Já, það er bara málið að ég hef verið svolítið mæðinn þegar ég er að ganga með matvöru heim en ég á heima hérna langt upp frá og þá er gott að eiga svona tæki. Þá getur maður skutlast heim,” segir Reynir Pétur kátur í bragði. Eitt það allra skemmtilegasta sem Reynir Pétur gerir er að spila á munnhörpu enda gerir hann mikið af því og segir það ganga mjög vel. „Bæði frumsamin og lög eftir aðra og það er bara gaman, það gefur fólkinu svo mikla fyllingu. Ég er með músík forrit heima og þar er hægt að búa til alveg helling,” bætir hann við. Og þú ert góður að spila? „Já, maður reynir að vera góður, maður þarf fyrst að vera óður til þess að vera góður,” segir hann hlæjandi. Reynir Pétur á Sólheimum á nýju rafmagnsskutlunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson En það er ekki bara Reynir Pétur og rafskutlan, sem vekur athygli á Sólheimum því þar er líka hundurinn Skvetta, sem er 10 ára og elskar ekkert meira en að fá að sitja í körfunni þegar eigandi hennar er á ferðinni á sinni rafskutlu. „Já, já, hún elskar að vera í skútunni og rúnta, henni finnst ekkert skemmtilegra, “ segir Sigurborg Ólafsdóttir eigandi Skvettu á Sólheimum. Sigurborg og Skvetta eru miklar vinkonur og eru duglegar að fara út saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Fleiri fréttir Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Sjá meira