Óli tölva segir enga hættu stafa af iPhone 12 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. september 2023 00:04 Ólafur Kristjánsson hefur hlotið viðurnefnið Óli tölva. Bylgjan Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva eins og hann er gjarnan kallaður, segir enga ættu stafa af farsímanum iPhone 12, en frönsk stjórnvöld felldu snjallsímann nýlega á geislunarprófi. Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hét því í vikunni að hugbúnaður í snjallsímum iPhone 12 í landinu yrði uppfærður eftir að síminn stóðst ekki geislunarpróf. Þá sagðist fyrirtækið ósátt við niðurstöðuna en síminn hafði þegar verið í sölu í landinu í þrjú ár. Í rannsóknum á snjallsímanum hefur ekki tekist að sýna fram á áhrif geislunar úr tækinu á heilsu fólks. Ólafur Kristjánsson, eða Óli tölva, mætti í Reykjavík síðdegis og svaraði spurningum um málið. „Stutta svarið er nei, það er engin hætta af þessu,“ segir Óli, aðspurður hreint út hvort snjallsíminn af tegundinni 12 væri hættulegur. „Þetta er bara einhver geislun sem er í gangi sem er samkvæmt einhverjum stöðlum yfir mörkum. Það eru svokallaðir SAR-staðlar, þeir eiga að vera fjórir.“ Óli segir frönsk yfirvöld hafa komist að því að SAR-stuðullinn á iPhone 12 hafi verið 5,6, sem þó sé langt undir hættumörkum. „Og þeir sjá að af því að þetta nær ekki þessum skrifuðu stöðlum þarna þá er náttúrlega komin smá stimplamenning og menn vilja bara banna þetta eða alla vega setja út á þetta,“ segir Óli. Hann segir Apple nú ætla að senda út hugbúnaðaruppfærslu í alla iPhone 12 síma í landinu sem eigi að rétta stuðulinn af og mögulega til þess að róa niður sögusagnir um skaðsemi geislunarinnar. „Það getur kannski líka verið einhver samsæriskenning í því að það sé verið hrista svolítið upp í Frökkum að fara að uppfæra upp í iPhone fimmtán úr tólf,“ segir hann. Óli ræddi að auki tækninýjungar Apple og Evrópusambandsins, agóritma og réttmæti upplýsinga á netinu í Reykjavík síðdegis. Viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Reykjavík síðdegis Apple Tækni Frakkland Mest lesið Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira