Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2023 10:41 Eldur Ólafsson, forstjóri Amaroq Minerals, og fleiri starfsmenn félagsins í Kauphöllinni í morgun. Nasdaq Iceland Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum. Í tilkynningu segir að félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og sé 20. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. Félagið var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. „Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins eru höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni frá Nasdaq. Nasdaq Iceland Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda félagsins, að þetta ár sem skráð fyrirtæki á First North hafi sýnt að félagið sé á réttri leið til vaxtar. „Á þessum tíma höfum við fundið fyrir auknum áhuga fjárfesta á Amaroq, innlendum sem erlendum, og skráning á Aðalmarkað mun gera okkur enn betur kleift að undirbúa okkur undir framtíðarvöxt,“ segir Eldur. Kauphöllin Amaroq Minerals Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44 Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Í tilkynningu segir að félagið tilheyri efnisvinnslugeiranum (e. Basic materials) og sé 20. félagið sem tekið er til viðskipta á mörkuðum Nasdaq Nordic í ár. Félagið var stofnað árið 2017 með megináherslu á að finna gull og aðra verðmæta málma á Suður-Grænlandi, rannsaka og þróa þau svæði þar sem málma er að finna og vinna þessa málma úr jörðu. „Verðmætasta eign Amaroq er Nalunaq svæðið, þar sem undirbúningur að vinnslu er langt kominn og vinnsluleyfi sem nær m.a. yfir Nalunaq gullnámuna sem þar var fyrir. Amaroq er einnig með leitar- og vinnsluleyfi á svæði, það stærsta á Suður-Grænlandi og nær það yfir tvö þekkt gullbelti á svæðinu. Eitt af meginmarkmiðum Amaroq Minerals er að byggja upp sjálfbæra námuvinnslu í samstarfi við íbúa Grænlands þar sem hefðir og menning samfélagsins eru höfð í heiðri,“ segir í tilkynningunni frá Nasdaq. Nasdaq Iceland Haft er eftir Eldi Ólafssyni, forstjóra og stofnanda félagsins, að þetta ár sem skráð fyrirtæki á First North hafi sýnt að félagið sé á réttri leið til vaxtar. „Á þessum tíma höfum við fundið fyrir auknum áhuga fjárfesta á Amaroq, innlendum sem erlendum, og skráning á Aðalmarkað mun gera okkur enn betur kleift að undirbúa okkur undir framtíðarvöxt,“ segir Eldur.
Kauphöllin Amaroq Minerals Grænland Námuvinnsla Tengdar fréttir Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44 Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Metur Amaroq á 36 milljarða og segir félagið vera í „einstakri stöðu“ Auðlindafyrirtækið Amaroq Minerals, sem mun flytjast yfir á Aðalmarkað í Kauphöllinni hér á landi síðar í vikunni, er sagt vera í „einstaklegra sterkri stöðu“ vegna þeirra fjölmörgu fágætismálma sem það hefur aðgang að til námugraftar og vinnslu í Grænlandi. Samkvæmt nýlegri greiningu bresks fjárfestingabanka er Amaroq verðmetið á jafnvirði liðlega 36 milljarða króna en félagið áformar að vera tilbúið til að hefja gullvinnslu á síðari hluta ársins 2024. 18. september 2023 15:44
Flýta vinnslu á Grænlandi eftir sjö milljarða lánsfjármögnun Auðlindafélagið Amaroq Minerals, sem heldur á víðtækum rannsóknar- og vinnsluheimildum á Grænlandi, hefur gengið frá sjö milljarða króna lánsfjármögnun. Fjármagnið verður nýtt til að hefja gullvinnslu í Nalunaq námunni fyrr en ella. Þá kannar félagið nú skráningu á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. 28. mars 2023 07:46