Jón segir upplýsingaóreiðu að finna í frumvarpi Andrésar Inga Jakob Bjarnar og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 21. september 2023 17:11 Litlir kærleikar eru millum þeirra Jóns Gunnarssonar og Andrésar Inga en umræðan um bann við hvalveiðum varð fljótt persónuleg. vísir/vilhelm Mikill hiti var í þingsal nú fyrir stundu þegar Andrés Ingi Jónsson Pírötum flutti frumvarp þar sem mælt er fyrir um bann við hvalveiðum. Jón Gunnarsson Sjálfstæðisflokki sagði frumvarpið tóma tjöru en það ætti ekki að þurfa að koma á óvart þegar litið er til þess hver var flutningsmaður. Fjöldi þingmanna steig í pontu í umræðu um málið. Þeirra á meðal Jón sem sagði frumvarpið óvandað og að þeir sem hafi skrifað það hafi ekki vandað til verka. Þannig má segja að umræðan hafi á köflum verið persónuleg. Gamall lobbíisti brýst fram „Ekki að það komi á óvart þegar sést hver framsögumaður er í þessu en það er auðvitað sárt að sjá margt ágætisfólk skrifa undir þetta án þess að hafa kíkt á innihaldið því slík er upplýsingaóreiðan í þessu.“ Jón beindi þarna orðum sínum að Andrési Inga fyrsta flutningsmanni frumvarpsins. Flutningsmenn koma úr röðum Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins. Og hann útskýrði nánar hvar hann fann upplýsingaóreiðu í frumvarpinu. „Til að mynda kemur hér fram að samkvæmt þeirri skýrslu sem MAST gaf út standi að veiðiaðferðir Hvals. hf standist engan veginn kröfur laga um dýravelferð. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing. Niðurstaðan var einmitt sú að veiðarnar brytu ekki gegn lögum um velferð dýra,“ sagði Jón. Andrés Ingi steig í pontu og svaraði í sömu mynt þegar hann rifjaði upp bakgrunn Jóns. „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni ræðuna. Það er gaman að sjá gamla lobbíistann taka sig upp í honum. Mér leið á köflum eins og ég væri ekki að hlusta á Jón Gunnarsson þingmann heldur Jón Gunnarsson stofnanda og formann sjávarnytjafélagsins sem hann setti á laggirnar til að berjast fyrir hvalveiðum en svona getur fólk haft marga hatta,“ sagði Andrés. Gömul leiðindi tóku sig upp við að hlusta á Jón Andrés vildi ekki gangast við því að hafa sagt ósatt í greinargerðinni. „Þess er sérstaklega gætt að segja hvergi að lögin hafi verið brotin. Það er náttúrulega staðhæfing sem væri erfiðara að styðja en þær staðhæfingar sem eru þarna að veiðarnar væru andstæðar lögunum, að veiðarnar samrýmist ekki ákvæðum laga um dýravelferð og að veiðarnar stríði gegn lögum um dýravelferð. Þetta hefði þingmaðurinn kannski fattað ef hann hefði lesið alla frétt MAST um skýrsluna sem kom út í maí þar sem fyrirsögnin er í stóru letri: veiðar á stórhvelum samræmast ekki markmiðum laga um dýravelferð. Þannig að ef einhver er að drukkna í upplýsingaóreiðupolli þá held ég að það sé frekar háttvirtur formaður áhugafélags um hvalveiðar,“ sagði Andrés. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu var meðal þeirra sem lögðu í púkkið í umræðu um frumvarp þar sem kveðið er á um að veiðar á hval verði bannaðar. Hún sagði að gömul leiðindi hafi tekið sig upp við að hlusta á háttvirtan Jón.Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði meðal annarra orð í belg og það mátti heyra af tali Þórunnar að hún væri ekki yfir sig hrifin af málflutningi Jóns. „Það tóku sig hér upp gömul leiðindi við að hlíða á viðbrögð háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar við þessu ágæta frumvarpi. Vegna þess að ég hafði nú haldið að reynslumikið fólk í stjórnmálum væri komið á þann stað að það gæti kannski talað með uppbyggilegum hætti um það efni sem er á dagskrá þó svo að viðkomandi sé ósammála því, það er auðvitað bara allt önnur saga.“ Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Fjöldi þingmanna steig í pontu í umræðu um málið. Þeirra á meðal Jón sem sagði frumvarpið óvandað og að þeir sem hafi skrifað það hafi ekki vandað til verka. Þannig má segja að umræðan hafi á köflum verið persónuleg. Gamall lobbíisti brýst fram „Ekki að það komi á óvart þegar sést hver framsögumaður er í þessu en það er auðvitað sárt að sjá margt ágætisfólk skrifa undir þetta án þess að hafa kíkt á innihaldið því slík er upplýsingaóreiðan í þessu.“ Jón beindi þarna orðum sínum að Andrési Inga fyrsta flutningsmanni frumvarpsins. Flutningsmenn koma úr röðum Pírata, Samfylkingar, Viðreisnar og Flokki fólksins. Og hann útskýrði nánar hvar hann fann upplýsingaóreiðu í frumvarpinu. „Til að mynda kemur hér fram að samkvæmt þeirri skýrslu sem MAST gaf út standi að veiðiaðferðir Hvals. hf standist engan veginn kröfur laga um dýravelferð. Þetta er einfaldlega röng fullyrðing. Niðurstaðan var einmitt sú að veiðarnar brytu ekki gegn lögum um velferð dýra,“ sagði Jón. Andrés Ingi steig í pontu og svaraði í sömu mynt þegar hann rifjaði upp bakgrunn Jóns. „Ég vil þakka háttvirtum þingmanni ræðuna. Það er gaman að sjá gamla lobbíistann taka sig upp í honum. Mér leið á köflum eins og ég væri ekki að hlusta á Jón Gunnarsson þingmann heldur Jón Gunnarsson stofnanda og formann sjávarnytjafélagsins sem hann setti á laggirnar til að berjast fyrir hvalveiðum en svona getur fólk haft marga hatta,“ sagði Andrés. Gömul leiðindi tóku sig upp við að hlusta á Jón Andrés vildi ekki gangast við því að hafa sagt ósatt í greinargerðinni. „Þess er sérstaklega gætt að segja hvergi að lögin hafi verið brotin. Það er náttúrulega staðhæfing sem væri erfiðara að styðja en þær staðhæfingar sem eru þarna að veiðarnar væru andstæðar lögunum, að veiðarnar samrýmist ekki ákvæðum laga um dýravelferð og að veiðarnar stríði gegn lögum um dýravelferð. Þetta hefði þingmaðurinn kannski fattað ef hann hefði lesið alla frétt MAST um skýrsluna sem kom út í maí þar sem fyrirsögnin er í stóru letri: veiðar á stórhvelum samræmast ekki markmiðum laga um dýravelferð. Þannig að ef einhver er að drukkna í upplýsingaóreiðupolli þá held ég að það sé frekar háttvirtur formaður áhugafélags um hvalveiðar,“ sagði Andrés. Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingu var meðal þeirra sem lögðu í púkkið í umræðu um frumvarp þar sem kveðið er á um að veiðar á hval verði bannaðar. Hún sagði að gömul leiðindi hafi tekið sig upp við að hlusta á háttvirtan Jón.Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, lagði meðal annarra orð í belg og það mátti heyra af tali Þórunnar að hún væri ekki yfir sig hrifin af málflutningi Jóns. „Það tóku sig hér upp gömul leiðindi við að hlíða á viðbrögð háttvirts þingmanns Jóns Gunnarssonar við þessu ágæta frumvarpi. Vegna þess að ég hafði nú haldið að reynslumikið fólk í stjórnmálum væri komið á þann stað að það gæti kannski talað með uppbyggilegum hætti um það efni sem er á dagskrá þó svo að viðkomandi sé ósammála því, það er auðvitað bara allt önnur saga.“
Alþingi Hvalveiðar Sjávarútvegur Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira