Leikmaðurinn sást yfirgefa æfingu liðsins á hækjum í gær, Dallas Cowboys hafa nú staðfest að um krossbandsslit sé að ræða og Trevon Diggs mun ekki spila meira á þessu tímabili.
Dallas byrjaði timabilið vel og vann 40-0 gegn risunum frá New York. Þeir sigraðu hitt lið borgarinnnar, New York Jets, 30-10 í annarri umferðinni. Trevon Diggs náði þar sínu fyrsta inngripi (e. interception) og hlutirnir voru farnir að líta vel út fyrir kúrekana.
Diggs er annar byrjunarliðsmaður Dallas sem meiðist á þessu tímabili en Tyler Smith meiddist á nára rétt fyrir opnunarleikinn.
Thank you for all the prayers and I appreciate everyone for checking on me!
— SEVEN (@TrevonDiggs) September 21, 2023
This is just God’s Plan. I will be back and better!
🙏❤️ pic.twitter.com/taUQavX69e
Leikmaðurinn þakkar hlýjar kveðjur stuðningsmanna sinna og lofar sterkri endurkomu. Dallas Cowboys mæta Arizona Cardinals í þriðju umferð NFL deildarinnar á sunnudag.