Við hefjum daginn mjög snemma á Vodafone Sport, og dagurinn er í raun löngu hafinn þar. Þriðja æfing fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 hófst klukkan 02:25 eftir miðnætti og nú klukkan 05:30 hófst bein útsending frá tímatökunum.
Á vodafone Sport verður einnig boðið upp á þýska fótboltann, þýska handboltann og Nascar. Eintracht Braunschweig og 1. FC Nürnberg eigast við í þýsku B-deildinni í knattspyrnu klukkan 10:50 áður en Bayern München tekur á móti Bochum klukkan 13:25.
Þá mætast Íslendingaliðin Bergischer og Rhein-Neckar Löwen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta klukkan 16:55 áður en Texas Motor Speedway í Nascar-kappakstrinum lokar deginum frá klukkan 19:00.
Í Bestu-deild karla í knattspyrnu verður einn leikur á dagskrá þegar ÍBV tekur á móti Fram í fallbaráttuslag á Stöð 2 Sport klukkan 13:50 og í ítalska boltanum verður boðið upp á þrjá leiki í beinni útsendingu. AC Milan tekur á móti Hellas Verona klukkan 12:50, Juventus sækir Sassuolo heim klukkan 15:50 og Lazio fær Monza í heimsókn klukkan 18:35, en allir leikirnir verða sýndir á Stöð 2 Sport 2.
Að lokum heldur Solheim Cup Á LET-mótaröðinni í golfi áfram á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 06:00 og Unicaja tekur á móti Lenovo Tenerife í spænsku ACB-deildinni í körfubolta á Stöð 2 Sport 3 klukkan 18:35.