„Tónlistin mín er alltaf tilraunakennd“ Íris Hauksdóttir skrifar 29. september 2023 14:01 Ingibjörg Friðriksdóttir eða Inki gaf út sitt fyrsta lag á íslensku. Olivia Synnervik Söngkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, eða Inki eins og hún kallar sig, gaf nýverið út lagið Svífa. Þetta er í fyrsta sinn sem hún semur á íslensku. Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum. Tónlist Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Svífa er fimmti singúllinn sem Inki gefur út af af alt-pop plötunni Thoughts Midsentence. Lagið Svífa hefst á nostalgískri gítarlaglínu leikinni af Pétri Ben, sem síðan blandast elektrónískum hljóðheimi pródúseruðum af Inki og breska pródúsentinum PALMR. Í laginu leika líka Birgir Steinn Theodórsson á bassa og Kristófer Rodriguez Svönuson á trommur en tónlistin er allt í senn aðgengilegt og tilraunakennt. Ingibjörg við tónsmíðar.aðsend Sjálf er Ingibjörg, eða Inki, þekkt fyrir tilraunakenndar tónsmíðar sínar. Hún hefur meðal annars gefið út plötuna, Brotabrot, sem byggir á viðtölum við fyrrum fanga Kvennafangelsisins í Kópavogi, og sett upp hljóðinnsetningu með Listahátíð í Reykjavík sem meðal annars innihélt sýndarveruleika. Nú hefur Inki snúið sér að sönglagasmíðum, en nýjasta lagið hennar Svífa, er fyrsta lagið sem kemur út á íslensku. Textinn er eftir Önnu Marsibil Clausen. „Ég og Anna Marsý vinnum mikið saman. Í þetta skiptið deildi ég með henni löngu skjali af hugmyndum sem ég vonaðist til þess að hún gæti moðað íslenskt ástarljóð úr. Í skjalinu hafði ég tekið saman falleg íslensk orð eins og Rökkvi, Öldurót, Vetrarnáttmyrkvið og textabrot sem hreyfa við mér, eins og Vísur-Vatnsendarósu. Ég var búin að semja lagið, svo rythminn í textanum var bundinn við lagið.“ Ingibjörg segist eiga auðvelt með að fara í karakter þegar kemur að tónlist sinni. aðsend Eftir að hafa skrifað Svífa segist Inki hafa öðlast nýja virðingu fyrir tónlistarfólki sem skrifar á íslensku. „Á íslensku fylgir hverju orði þyngri merking, öll blæbrigði í flutningum skipta máli. Á ensku er upplifunin aðeins öðruvísi, það er auðveldara að fara í karakter og þar með verður þetta minna persónulegt. Ég samdi lagið og hafði síðan samband við þrjá tónlistarmenn, þá Pétur Ben gítarleikara, Kristófer Rodriguez Svönuson trommuleikara og Birgi Stein Theodórsson bassaleikara, til þess að flytja það með mér í hljóðveri. Ég, Kristó og Birgir höfum spilað tónlist í yfir tíu ár, en ég var skíthrædd að taka upp símann og heyra í Pétri. Hann er svona tónlistarkempa, þær geta verið dálítið ógnvænlegar. En ég held ég hafi aldrei kynnst minna ógnvænlegu hæfileikabunkti. Við áttum ótrúlega góðar stundir saman með Alberti Finnbogassyni í Úslandia studios. Síðar pródúseraði ég lagið ásamt breskum pródúsent sem heitir PALMR.“ Nýjasta lag Ingibjargar fjallar um að finna sanna ást. Olivia Synnervik Lagið hefst á línunni: Við töfðum tímann, akand’í austur, alein á veginum. „Ég tók upp söngin sjálf, og til þess að ná réttri tilfinningu þurfti ég að loka augunum og ímynda mér að ég væri úti á landi að keyra með strák sem ég er hrifin af. Við sitjum í þögn, en þögnin þýðir að okkur líður vel saman. Ég á erfitt með að þegja þegar ég þekki fólk lítið, þá finn ég mig knúna til að halda uppi samræðum, líka til þess að passa að þeim líði ekki óþægilega. En með fólkinu sem mér líður best, þá get ég slakað á og þagað. Þetta er lag sem fjallar um að finna þannig ást. Þetta er svona þegjum saman ástarlag.“ Lagið Svífa má finna á öllum helstu streymisveitum.
Tónlist Mest lesið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira