Vonast til að stofna landslið í götubolta Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2023 23:31 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sat þing FIBA í Manila. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni. Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira
Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Sjá meira