Vonast til að stofna landslið í götubolta Valur Páll Eiríksson skrifar 22. september 2023 23:31 Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, sat þing FIBA í Manila. Vísir/Ívar Framkvæmdastjóri KKÍ segir götukörfubolta eða streetball hafa verið mikið til umræðu á nýafstöðnu ársþingi alþjóðakörfuknattleikssambandsins FIBA. Hann útilokar ekki að stofna landslið í greininni. Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira
Ársþing FIBA fór fram í síðasta mánuði samhliða heimsmeistaramóti karla í körfubolta í Manila í Filippseyjum. Hannes sat þingið fyrir hönd Körfuknattleikssambands Íslands og var á meðal kjöraðila sem kusu nýjan forseta sambandsins, Sjeikh Saud Ali Al Thani frá Katar. Hann er kjörinn til fjögurra ára og má ekki sinna stöðunni lengur en svo. Með þessu er stuðlað að betri starfsháttum og komið í veg fyrir einræðistilburði líkt og þekkjast í alþjóðasamböndum í næði handbolta og fótbolta til að mynda. „Það er þannig hjá FIBA að álfusamböndin skipta á milli sín forsetum á fjögurra ára fresti. Þannig að enginn forseti innan FIBA getur setið lengur en í fjögur ár,“ segir Hannes. Næsti forseti, sem kjörinn verður 2027, muni þá koma frá Eyjaálfu og sá næsti þar á eftir frá Evrópu árið 2031. „Þetta eru reglur sem voru settar fyrir allnokkru síðan og það er ákveðið regluverk í kringum þetta svo menn geta ekki setið endalaust (í stjórn). Menn eru kannski í stjórunni í fjögur til átta ár á undan og verða svo forsetar. Þetta eru tólf til sextán ár í mesta lagi sem einstaklingar eru í þessu,“ „En sem forseti er það bara fjögur ár og því er ávallt einhver breyting á stjórninni hjá FIBA World. Ég myndi halda upp á góða stjórnarhætti þá er þetta mjög gott,“ segir Hannes. Spennandi nýjungar Þrjú málefni stóðu upp úr á þinginu; veðmálastarfsemi, rafíþróttir og götubolti sem einnig er þekktur undir nafninu 3x3. Hannes segir KKÍ stefna að því að virkja sambandið betur á næstu misserum þegar kemur að bæði götuboltanum og rafíþróttunum. Algjörlega. Það er það sem okkur langar, bæði með 3x3 og rafíþróttirnar. En það sem við búum við er að okkur vantar allan mannafla í kringum þetta og að gera allt sem þarf að gera. Þetta er á döfinni hjá okkur og ég vona á næstu árum verðum við komin með einhverskonar 3x3 hjá okkur og rafíþróttir í kjölfarið. Þetta er mjög spennandi og nýjungar inn í íþróttirnar sem við vonandi getum tekið þátt í,“ segir Hannes. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Sjá meira