Gylfi umkringdur aðdáendum: „Vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2023 21:31 Gylfi Þór Sigurðsson hafði í nægu að snúast eftir leikinn í kvöld. Twitter Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur á knattspyrnuvöllinn er hann kom inn á sem varamaður í 1-1 jafntefli Lyngby gegn Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn. Danski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Gylfi hafði ekki leikið opinberan knattspyrnuleik í 852 daga, eða síðan hann var handtekinn árið 2021, grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Hann var leikmaður Everton þegar málið kom upp. Fyrr á þessu ári var mál hans þó látið niður falla og Gylfa var því frjálst að semja við nýtt lið. Gylfi á að baki langan og farsælan knattspyrnuferil þar sem hann hefur leikið fyrir lið á borð við Swansea, Everton og Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni. Það kom því líklega fáum á óvart að stuðningsmenn Lyngby væru spenntir þegar Gylfi var kynntur til leiks sem nýr leikmaður liðsins í lok síðasta mánaðar. Lyngby er sannkallað Íslendingalið og er Gylfi einn af fimm Íslendingum hjá liðinu. Freyr Alexandersson þjálfar liðið og þeir Kolbeinn Finnsson, Sævar Atli Magnússon og Andri Lucas Guðjohnsen leika fyrir liðið, ásamt Gylfa. Þrátt fyrir að hinir Íslendingarnir hafi verið lengur hjá félaginu en Gylfi virðist enginn þeirra þó vera jafn vinsæll hjá félaginu og þessi fyrrum leikmaður Everton. Gylfi var í það minnsta umkringdur aðdáendum eftir leik kvöldsins og greinilega upptekinn við að gefa eiginhandaráritanir þrátt fyrir að það hafi vissulega verið Andri Lucas sem skoraði mark Lyngby, en ekki Gylfi. I dag er hverken Alexandersson eller Gudjohnsen den mest populære islænding i Lyngby🇮🇸 #lbkvb #sldk pic.twitter.com/C8n0X5BYlJ— Gisle Thorsen (@GisleThorsen) September 22, 2023 „Í dag er hvorki Alexandersson né Guðjohnsen vinsælasti Íslendingurinn í Lyngby,“ ritaði einn stuðningsmaður Lyngby á samfélagsmiðilinn X, sem áður hét Twitter. Með færslunni birti hann mynd af Gylfa með pennan á lofti og múg og margmenni fyrir framan sig sem allir biðu eftir því að fá að hitta leikmanninn.
Danski boltinn Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Barist um undirskrift Nunez Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira