Óttast frekari vopnvæðingu þrátt fyrir skipun eftirlitshóps Helena Rós Sturludóttir skrifar 23. september 2023 20:07 Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hyggst skipa eftirlitshóp til að fylgjast með rafbyssunotkun lögreglunnar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, óttast frekari vopnvæðingu og gefur lítið fyrir fullyrðingar sérfræðinga um öryggi rafvopnsins. Samsett/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra hyggst skipa eftirlitshóp með rafbyssunotkun lögreglu. Þingmaður Pírata óttast meiri vopnavæðingu með innleiðingu rafbyssa hér á landi. Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu. Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Í gær greindum við frá því undirbúningur lögreglu fyrir komu rafbyssa væri í fullum gangi undir handleiðslu erlendra sérfræðinga. Það er í samræmi við umdeilda reglubreytingu fyrrverandi dómsmálaráðherra í janúar þegar rafbyssunotkun lögreglu var heimiluð. Nýr dómsmálaráðherra hóf í júní innleiðingu nýja vopnsins og segir mikla áherslu lagða á varfærin og örugg skref. „Það verða eingöngu menntaðir lögreglumenn sem fá að bera rafvarnarvopn eftir að hafa hlotið til þess viðunandi og góða kennslu. Síðan mun ég skipa eftirlitshóp með rafvarnarvopnum þannig í hvert sinn sem slíku vopni verður beitt verður hvert einasta tilfelli skoðað og ígrundað,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra. Hún segir að reynsla vopnanna verði skoðuð eftir átján mánuði og staðan endurmetin. Kaupir ekki fullyrðingar sérfræðinga Þingmaður Pírata gefur lítið fyrir fullyrðingar erlendra sérfræðinga um að vopnið sé öruggara en mörg önnur vopn sem lögreglan noti. „Ég kaupi það ekki alveg, niðurstöðurnar sem eru frá framleiðandanum passar ekki alveg saman við það hvernig þær eru í notkun til dæmis í Bandaríkjunum og Kanada. Það er ekki eins há svona góð tíðni eins og framleiðandinn segir að það sé og þegar allt kemur til alls þá er dálítið áhugavert að heyra þau rök að þetta sé vægara en kylfan eða gasið en fólk er samt í rauninni hræddara við þetta,“ segir Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata. Björn Leví telur að fælingarmátturinn verði lítill sem enginn og óttast að með notkun rafbyssa aukist valdbeiting og vopnavæðing. „Niðurstöður hafa til dæmis sýnt í Hollandi að þetta eykur í raun valdbeitingu,“ sagði Björn Leví við fréttastofu.
Rafbyssur Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18 Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22 Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10 Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Ríkisstjórnin hangi saman af ótta við kjósendur Stjórnmálafræðiprófessor segir allt leika á reiðiskjálfi í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Flokkarnir eigi erfitt með að ná saman um einstök mál. Þetta leiði til þess að hver ráðherra vinni í sínu horni. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina hanga saman af ótta við kjósendur. 6. júlí 2023 13:18
Pallborðið: Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi Rafbyssuvæðing lögreglunnar á Íslandi verður til umfjöllunar í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi klukkan 14 í dag. Gestir verða Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. 3. apríl 2023 13:22
Rafbyssur og slys á lögreglumönnum: Ráðherra mátti vita betur Það kemur skýrt fram í minnisblaði ríkislögreglustjóra til dómsmálaráðuneytisins að prófanir og rannsóknir á notkun norsku lögreglunnar á rafbyssum hafi leitt í ljós að notkun vopnanna hefur ekki áhrif á fjölda meiðsla hjá lögreglu eða „mótaðila“. 30. mars 2023 09:10
Rannsóknir þingmanna um rafbyssur stönguðust hver á við aðra Þingmaður Pírata segir rannsóknir sýna að rafbyssur auki ekki öryggi. Valdbeiting gegn almennum borgurum hafi hins vegar aukist. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist hafa séð rannsóknir af öndverðum meiði. 26. mars 2023 16:30