Red Bull meistari bílasmiða annað árið í röð Siggeir Ævarsson skrifar 24. september 2023 12:01 Verstappen og félagar hans í Redbull liðinu fagna titli bílasmiða Vísir/Getty Keppnislið Red Bull landaði sínum sjötta titli bílasmiða í Japan í morgun þrátt fyrir að aðeins annar ökumaður liðsins lyki keppni. Yfirburðir Red Bull hafa verið algjörir í ár en liðið er með tæplega 300 stiga forskot á Mercedes. Þetta er annað árið í röð sem Red Bull vinnur titilinn eftirsótta en munurinn á 1. og 2. sæti hefur aldrei verið jafn mikill í sögu Formúlu 1. Því ber þó að halda til haga að enn er sex keppnir eftir af tímabilinu en miðað við frammistöðu Max Verstappen hingað til gæti munurinn vel orðið meiri. Verstappen kom með 26 stig í hús sem dugði Red Bull til sigurs. Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell áttu í stökustu vandræðum í keppninni í dag og enduðu í 5. og 7. sæti sem skilaði liði þeirra 16 stigum alls. Verstappen sagðist vera ánægður með sigurinn en það mikilvægasta væri sigur liðsins: „Þetta var ótrúleg helgi. Að vinna hérna var frábært og mér fannst bíllinn virka virkilega vel. En auðvitað var það mikilvægasta að vinna einnig keppni bílasmiða. Ég er mjög stoltur af öllum sem voru að vinna á brautinni en líka þeim sem vinna í verksmiðjunni. Við erum að eiga ótrúlegt ár.“ Akstursíþróttir Tengdar fréttir Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32 Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þetta er annað árið í röð sem Red Bull vinnur titilinn eftirsótta en munurinn á 1. og 2. sæti hefur aldrei verið jafn mikill í sögu Formúlu 1. Því ber þó að halda til haga að enn er sex keppnir eftir af tímabilinu en miðað við frammistöðu Max Verstappen hingað til gæti munurinn vel orðið meiri. Verstappen kom með 26 stig í hús sem dugði Red Bull til sigurs. Ökumenn Mercedes, þeir Lewis Hamilton og George Russell áttu í stökustu vandræðum í keppninni í dag og enduðu í 5. og 7. sæti sem skilaði liði þeirra 16 stigum alls. Verstappen sagðist vera ánægður með sigurinn en það mikilvægasta væri sigur liðsins: „Þetta var ótrúleg helgi. Að vinna hérna var frábært og mér fannst bíllinn virka virkilega vel. En auðvitað var það mikilvægasta að vinna einnig keppni bílasmiða. Ég er mjög stoltur af öllum sem voru að vinna á brautinni en líka þeim sem vinna í verksmiðjunni. Við erum að eiga ótrúlegt ár.“
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32 Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Verstappen með níu fingur á titlinum Max Verstappen bar sigur úr býtum í Japanskappakstrinum í morgun með miklum yfirburðum en hann kom í mark 19 sekúndum á undan Lando Norris ökumanni McLaren Mercedes. 24. september 2023 10:32
Lewis Hamilton: Mjög slæmur dagur Ökuþórinn Lewis Hamilton viðurkenndi í viðtali í dag að hann hafi átt erfitt uppdráttar í gegnum báðar æfingarnar sem fóru fram í Japan í nótt. 22. september 2023 22:31