Ísak hefur farið vel af stað með Fortuna og lagt upp þrjú mörk í fimm leikjum. Hann var í byrjunarliðinu í dag, fjórða leikinn í röð en uppskar aðeins gult spjald fyrir frammistöðu sína og var skipt af velli rétt fyrir leikslok.
Fortuna eru í efsta sæti 1. deildarinnar eftir sjö umferðir en liðið tók á móti Hannover í dag, sem lúra rétt fyrir aftan í 5. sæti. Gestirnir náðu forystunni strax á 7. mínútu en Grikkinn Christos Tzolis jafnaði leikinn með marki úr víti sem hann fiskaði sjálfur á 59. mínútu. Fimmta markið hans í jafn mörgum leikjum.
Fortuna eru eins og áður sagði á toppi deildarinnar, með 14 stig eftir sjö umferðir. St. Pauli unnu sinni leik gegn Schalke í gær 3-1 og koma í humátt á eftir með 13 stig í 2. sæti. HSV og Kaiserslautern eru einnig með 13 stig en Kaiserslautern lögðu Rostock nokkuð örugglega í morgun 3-1.