Haustveiðin góð í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2023 09:36 Það var flott veiði í Ytri Rangá á föstudag og laugardag Ytri Rangá er eftst á listanum hjá Landssambandi Veiðifélaga í sumar og það er ennþá mánuður eftir af veiðitímanum. Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl. Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Veiðin í ánni er þegar komin yfir 3.000 laxa eða nákvæmlega 3.133 laxar þegar síðustu tölur voru uppfærðar. Haustið er oftar en ekki mjög drjúgur tími í ánni og veiðin á rólegum haustdögum getur oft verið lítið síðri en hún er á góðum dögum á besta tíma. Sem dæmi veiddust 58 laxar á föstudaginn og laugardagurinn gaf ekki síður vel en þá veiddust 49 laxar. Ef veiðin heldur áfram með þessu móti gæti heildartalan í Ytri Rangá náð hátt í 4.000 laxa. Samkvæmt söluvefnum hjá Iceland Outfitters eru ennþá lausir dagar í október í ánni svo það er ennþá séns að loka haustinu með stæl.
Stangveiði Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Núna gefa smáflugurnar Veiði 18.135 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Margir komnir með jólarjúpur í hús Veiði Efri Haukadalsá í útboð Veiði Þinn eigin rjúpusnafs Veiði 59 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 27 fiska holl í Tungufljóti Veiði Orðnir einn af stærstu veiðileyfasölum landsins Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði