Konan var handtekin á vettvangi þar sem maður á sextugsaldri fannst meðvitundarlaus í íbúð fjölbýlishúss í austurborginni á laugardag, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglu barst tilkynning um málið á laugardagskvöld og þegar hún kom á staðinn hóf hún þegar í stað endurlífgunartilraunir á manninum. Hann var í framhaldinu fluttur á Landspítalann en var úrskurðaður látinn við komuna.
Í tilkynningu lögreglu kemur fram að ekki verði veittar frekari upplýsingar um rannsókn málsins að svo stöddu.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir konuna í haldi vegna rannsóknarhagsmuna og nú sé beðið eftir niðurstöðum rannsókna líkt og krufningu til að fá betri mynd á málið. Bæði séu Íslendingar.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttin hefur verið uppfærð.