Tölfræði rennur stoðum undir ótrúlegan viðsnúning McLaren Aron Guðmundsson skrifar 27. september 2023 16:30 Lando Norris og Oscar Piastri, ökumenn Formúlu 1 liðs McLaren, með verðlaunagripi sína frá Japans-kappakstrinum Vísir/Getty Svo virðist sem Formúlu 1 lið McLaren hafi náð vopnum sínum að nýju. Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard. Bretland Japan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Byrjunin á tímabilinu lofaði ekki góðu hjá þessu sögufræga liðið sem hefur yfir að skipa átta heimsmeistaratitlum bílasmiða í Formúlu 1. McLaren var framan af með einn lélegasta bílinn á rásröðinni og náði aðeins að hala inn 17 stigum á fyrstu níu keppnishelgum tímabilsins. Það voru fáar vísbendingar á lofti um að tímabil þessa breska liðs myndi verða eftirminnilegt en þrotlaus vinna og fjárfesting í uppfærslu á bíl liðsins er nú farin að skila sér rækilega. Frá síðustu átta keppnishelgum hefur McLaren náð að hala inn 145 stigum og hefur meðalstigafjöldi liðsins farið úr 2,1 stigi upp í 18,1 stig. View this post on Instagram A post shared by FORMULA 1® (@f1) Það hversu langt McLaren er komið á sinni vegferð á tímabilinu kristallast í góðum árangri liðsins í Japans-kappakstrinum um síðastliðna helgi. Ökumenn liðsins, Bretinn Lando Norris og Ástralinn Oscar Piastri, enduðu báðir á verðlaunapalli. Nánar tiltekið í öðru og þriðja sæti á eftir ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. „Framfarirnar hjá liðinu eru ótrúlegar,“ segir Lando Norris, ökumaður McLaren í kjölfar keppnishelgarinnar í Japan. „Ég er yfir mig stoltur af liðinu. Við erum að taka mörg skref fram á hverri einustu keppnishelgi. Við erum að leggja hart að okkur. Ég er viss um að það muni koma krefjandi tímar aftur en þetta er allt í rétta átt hjá okkur. McLaren er eitt af þessum stóru liðum úr sögu Formúlu 1 og mun án efa vilja koma sér í þá stöðu að geta barist um heimsmeistaratitla á nýjan leik. Síðasti heimsmeistaratitill liðsins kom í flokki ökumanna árið 2008 en þar var það Bretinn Lewis Hamilton sem ók fyrir liðið. Í flokki bílasmiða varð McLaren síðast heimsmeistari árið 1998. Það ár vann liðið tvöfalt með öflugum bíl, sem og ökumannsteymi skipað þeim Mika Hakkinen og David Coulthard.
Bretland Japan Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira