Menntun og velsæld barna í fyrsta sæti Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 27. september 2023 12:30 Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi. Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá - fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna. Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti! Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélag í örum vexti er eins og unglingur með vaxtarverki. Unglingurinn er hvattur áfram í þeirri vissu að þetta sé tímabil sem komast muni yfir, það er hlúð að honum eins og frekast er unnt. Framkvæmdir við þriðja áfanga stækkunar grunnskólans eru vel á veg komnar. Þegar þetta er ritað eru nemendur við skólann 445 talsins, fjölgun nemenda nam 10% árið 2021 og 5,6% árið 2022. Haustið 2025 er von á stórum árgangi í 1. bekk eða nemendafjölda sem nemur þremur bekkjum í árgangi. Í áfanga þessum sem nú er byggður er mötuneyti skólans stækkað en í dag skiptist hádegishlé í fimm holl, auk þess að nemendur í 2. og 5. bekk borða þrjá - fjóra daga í sinni heimastofu. Í þriðja áfanga bætist við auk mötuneytis, sérfræðingarými, aðstaða skólahjúkrunarfræðings, sér- og stuðningsdeild, aðstaða fyrir starfsfólk mötuneytis, salur og þrjár minni kennslustofur. Þriðji áfangi Grunnskólans í Hveragerði er hluti af fjárfestingaráætlun bæjarins fyrir árin 2023-2026. Áætlunin var samþykkt, á 555. fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 8. desember 2022, með fimm atkvæðum meirihluta Framsóknar og Okkar Hveragerðis en minnihlutinn D- listi sat hjá við afgreiðsluna. Nemendur, starfsfólk, stjórnendur og aðrir hagaðilar hafa sýnt mikið æðruleysi gagnvart þeim húsnæðisskorti sem við búum við í dag og eiga miklar þakkir skyldar fyrir samstarfsviljann. Allir hafa lagst á eitt við það að láta hlutina ganga upp og þreyja þorrann þar til aðstaðan verður betri en áætluð verklok stækkunar grunnskólans í Hveragerði er árið 2025. Menntun og velsæld barna er í fyrsta sæti! Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar