Annar keppnisdagur fór fram í Höfn í Hornafirði og nágrenni þar sem liðin tókust á við þrjár skemmtilegar þrautir. Fyrst kepptu liðin um best búna rúmið Berjaya hotel á Höfn en hvert lið fékk þrjár mínútur.
Næst tók við skemmtilegur drykkjuleikur með drykkjum frá CCEP en þátttakendur voru með bundið fyrir augun.
Skemmtilegur dagur endaði svo í Vök Baths sem stendur við Urriðavatn þar sem lokaþrautin snerist um hvaða keppandi gæti verið lengst ofan í köldu vatninu.
Óhætt er að segja að keppendur hafi sýnt góð tilþrif í öllum þrautunum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.
Eftir annan keppnisdag leiðir FM957 áfram keppnina með 34 stig en bæði Bylgjan og X977 eru skammt undan með 27 stig. Enn eru mörg stig eftir í pottinum og ljóst að staðan getur breyst á næstu dögum.
Í dag bíður þeirra langur og strangur dagur. Liðin keppa í fjórum þrautum á Egilsstöðum og á Akureyri.

Fyrst keppir hópurinn í kapphlaupi með egg í skeið og skutlukeppni á Berjaya hotel á Egilsstöðum. Síðar um daginn tekur við skemmtileg danskeppni á N1 á Akureyri og loks kokteilakeppni á Berjaya Hotel á Akureyri.

Lið útvarpsstöðvanna þriggja eru skipuð tveimur þátttakendum. Lið Bylgjunnar skipa þær Sigga Lund og Þórdís Valsdóttir, lið FM957 skipa Egill Ploder og Rikki G og fyrir hönd X977 keppa Tommi Steindórs og Ingimar.

Hægt er að fylgjast með leiknum á Instagram X977 , FM957 og Bylgjunnar og liðin verða einnig með innkomur í loftinu við hverja þraut.