Ráðist á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 27. september 2023 14:54 Árásin átti sér stað ofarlega á Hverfisgötu í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm/Sara Ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi. Sá sem varð fyrir árásinni er talsvert slasaður og dvaldi á sjúkrahúsi í nótt. Lögregla rannsakar málið sem mögulegan haturslæp. Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða. Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira
Samtökin '78, í samvinnu við forsætisráðuneytið og Norrænu ráðherranefndina buðu hátt í hundrað fulltrúum frá öllum helstu samtökum hinsegin fólks á Norðurlöndum á ráðstefnu sem fór fram á Fosshótel Reykjavík i gær. Í tilkynningu frá Samtökunum '78 segir að eitt aðalumfjöllunarefni ráðstefnunnar hafi verið bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks. Undanfarið hafi Samtökin ‘78 þurft að huga sérstaklega að öryggismálum á viðburðum. Öryggisverðir voru á ráðstefnunni allan tímann sem og á hliðarviðburðum. Þá hafi Samtökin ‘78 í góðu sambandi við ríkislögreglustjóra. „Því miður kom berlega í ljós að þær ráðstafanir voru nauðsynlegar,“ segir í tilkynningunni. „Veist var að ráðstefnugestum á göngu í miðbæ Reykjavíkur á mánudag og í gærkvöld varð ráðstefnugestur fyrir líkamsárás. Kalla þurfti til lögreglu og sjúkrabíl og var einstaklingurinn fluttur á sjúkrahús. Líðan hans er eftir atvikum og áfallið er mikið fyrir alla gesti.“ Var á sjúkrahúsi í nótt Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, segir í samtali við fréttastofu að árásin hafi verið gróf. Sá sem varð fyrir henni sé nýútskrifaður af sjúkrahúsi og sé talsvert slasaður. Hann hafi verið kýldur í andlit og líkama og meðal annars voru tennur brotnar. Að sögn Daníels er ekki vitað hverjir voru að verki. „Þetta voru tveir aðilar sem réðust á hann. Hann var semsagt að labba frá kvöldverðinum upp á hótel þegar hann tekur eftir tveimur einstaklingum hinum megin við götuna sem fylgdust með honum. Svo koma þeir aftan að honum og ráðast á hann.“ Maðurinn sem ráðist var á var með regnbogaband um hálsinn sem Daníel segir að hann hafi reynt að fela undir jakkanum sínum. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Egill Aðalsteinsson Sýni að bakslagið sé raunverulegt Í tilkynningunni er tekið fram að þessi ömurlegi atburður sýni að bakslagið sé sé raunverulegt, hættulegt og vaxandi vandamál á Íslandi rétt eins og í nágrannalöndunum. „Það er óásættanlegt að hinsegin fólk geti ekki gert ráð fyrir því að vera öruggt í almannarýminu á Íslandi. Atburðir sem þessir sýna skýrt þörfina á ráðstefnu sem þessari og öflugu starfi í þágu réttinda og öryggis hinsegin fólks.“ Rannsaka hvort um hatursglæp sé að ræða Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu staðfestir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi líkamsárás í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi til rannsóknar. Hann segir rannsókn á frumstigi en eitt af því sem sé til rannsóknar sé hvort um hatursglæp sé að ræða.
Hinsegin Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Fleiri fréttir Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Sjá meira