Enski boltinn

Manchester United trúir því að félagið sé ekki að brjóta lög

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jadon Sancho gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United.
Jadon Sancho gæti verið búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Manchester United. Getty/David Fitzgerald

Meðferð Manchester United á leikmanni sínum Jadon Sancho hefur vakið upp spurningum um hvort félagið sé þarna í órétti.

Sancho var settur út í kuldann fyrir að tjá sig opinberlega um gagnrýni stjórans á hann í fjölmiðlum. Enska leikmanninum var hent út úr hóp fyrir leik á móti Arsenal og knattspyrnustjórinn sagði ástæðuna vera slaka framgöngu hans á æfingum.

ESPN hefur það úr herbúðum félagsins að forráðamenn Manchester United trúi því að félagið sé þarna ekki að brjóta lög.

Sancho gagnrýndi knattspyrnustjórann Erik ten Hag og hefur ekki komið nálægt liðinu síðan. Hollenski stjórinn hefur fullan stuðning félagsins í meðferð sinni á leikmanninum.

Hollenski stjórinn henti honum út úr liðinu og hann má ekki æfa með liðsfélögum sínum. Hann má ekki einu sinn vera í kringum liðið og þarf að æfa einn á Carrington æfingasvæðinu þar sem unglingalið félagsins hafa aðstöðu.

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur í gildi reglugerð um réttmæta meðferð á leikmönnum og þá er þetta líka spurning brot um breskum vinnulögum.

Það sem fær United til að trúa því að félagið sé í fullum rétti er að Sancho fái að æfa við bestu aðstæður og undir stjórn hæfra þjálfara.

Ten Hag vill afsökunarbeiðni frá leikmanninum. Leikmannasamtökin hafa boðist til að vera sáttasemjari til að reyna að finna lausn á málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×