Stríð glæpagengja í Svíþjóð: Vill fá herinn til að aðstoða lögregluna Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2023 11:31 Magdalena Andersson er fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar og leiðtogi stjórnarandstöðunnar í landinu. EPA Magdalena Andersson, leiðtogi sænskra Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra, hefur hvatt til þess að sænski herinn verður kallaður til til að aðstoða lögregluna í baráttu sinni við glæpagengin í landinu. Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“ Svíþjóð Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira
Sjaldan hafa ofbeldisverk sem tengjast átökum glæpagengja verið eins áberandi í Svíþjóð og nú. Síðasta sólarhringinn eru þrjú dauðsföll rakin til átakanna og er septembermánuður orðinn sá mannskæðasti í fjögur ár. Það sem af er mánuðinum hafa ellefu dauðsföll verið rakin til átaka glæpagengja. Andersson, sem gegndi embætti forsætisráðherra á árunum 2021 til 2022, segir í samtali við Aftonbladet að morgunljóst sé að sænska ríkisstjórnin verði að bregðast við og það harkalega. Hún segir nauðsynlegt að ráðast hratt í lagabreytingar til að opna á að herinn geti aðstoðað lögreglu í vinnu þeirra gegn glæpagengjunum. „Eftirlit sem lögregla sinnir gæti herinn sinnt. Þar fyrir utan sé tæknileg þekking í hernum sem gæti nýst,“ segir Andersson. Dómsmálaráðherrann Gunnar Strömmer segir að það sem Svíar hafi upplifað síðasta sólarhringinn sé nokkuð sem ekki eigi að þurfa að þola í opnu samfélagi. Ríkisstjórnin hefur nýverið fyrirskipað að fangelsismálayfirvöld ráðist í gerð sérstakra unglingafangelsa sem eigi að vera tilbúin 2026. Stór hluti þeirra sem standa fyrir skotárásum og sprengingum eru ungir piltar, undir lögaldri. Þrennt sem þarf til Andersson er ekki eini leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem krefst harðra aðgerða. Þannig segir Nooshi Dadgostar, leiðtogi Vinstriflokksins, að þrennt þurfi til að stöðva ofbeldisölduna sem nú ríður yfir landið. „Það snýst um að fá manneskjur eins og Rawa Majid framseldan, brjóta fíkniefnamarkaðinn á bak aftur, og stöðva allan niðurskurð til skólamála og félagsþjónustu til að koma í veg fyrir að ungt fólk leiðist inn á þessa braut,“ segir Dadgostar. Rawa Majid, sem Dadgostar, vísar til er leiðtogi Foxtrot-glæpagengisins, einu umfangsmesta glæpagengi Svíþjóðar. Hann gengur undir nafninu „Kúrdíski refurinn“ og stýrir veldi sínu frá Tyrklandi. Muharrem Demirok, formaður Miðflokksins, segir að stjórnmálamenn verði sömuleiðis að axla ábyrgð, hætta öllu rifrildi og koma sameinuð fram. „Ég er reiðubúinn að hreinsa dagskrána mína til að okkur takist að stöðva þetta.“
Svíþjóð Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Sjá meira