Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. september 2023 12:08 Engar reglur gilda um fylliefni hér á landi en mjög strangar reglur gilda um bótox. kompás/skjáskot Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55