Býður upp á bótox án nokkurrar læknismenntunar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 28. september 2023 12:08 Engar reglur gilda um fylliefni hér á landi en mjög strangar reglur gilda um bótox. kompás/skjáskot Meðferðaraðili í Reykjavík býður upp á bótox þrátt fyrir að vera ekki með læknismenntun. Snyrtifræðingur segist ítrekað hafa tilkynnt stofuna, en að ekkert sé aðhafst. Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis. Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Í Kompás sem sýndur var í vikunni er fjallað um hætturnar sem geta falist í því að hér á landi gilda engar reglur um hverjir mega sprauta fylliefni í varir eða andlit annarra. Í þættinum var rætt við íslenska konu sem lenti í lífshættu eftir varafyllingu á snyrtistofu sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. Kristín María Kristmannsdóttir, snyrtifræðingur, segir ömurlegt að hópur fólks sverti orðspor heillar stéttar. Snyrtifræðingar séu fagstétt og gagnrýnir að snyrtistofum án tilskilinna réttinda fari fjölgandi. „Þetta er lögvernduð starfsgrein og þú þarft að fara í skóla og fá sveinsprófsréttindi til að geta starfað í greininni. En það virðist bara sem hver sem er geti opnað stofu án þess að vera með nokkur réttindi.“ Finnið þið fyrir því að margir sem ekki hafa sveinspróf opni stofur hér og þar og stunda alls konar meðferðir? „Guð minn almáttugur já. Þetta er bara úti um allt.“ Hún segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem ólöglega bjóði upp á bótox. „Það er ekkert gert, það er engin sekt. Ekkert. Þau láta þetta bara fljóta fram hjá sér.“ Kristín María segist ítrekað hafa tilkynnt stofu sem bjóði upp á bótox og aðrar meðferðir en að ekki sé hlustað. Hún hefur áhyggjur af stöðunni.aðsend Þessi stofa sem þú ert að vísa í, hvað býður hún upp á? „Til dæmis bótox og fylliefni, gatanir og tattú, líkamstattú.“ Þú ert búin að láta ítrekað vita af þessu og enginn gerir neitt? „Enginn gerir neitt,“ segir Kristín. Eins og sést er mjög auðvelt er að panta tíma í bótox á netinu.skjáskot/vísir Einungis læknar mega nota bótox Ólíkt fylliefnum gilda strangar reglur um notkun bótox hér á landi. Um er að ræða lyf sem einungis læknar með sérfræðiþekkingu og reynslu af mega gefa. Við hringdum í umrædda stofu og athuguðum hvort hægt væri að fá tíma í bótox. Er hægt að panta tíma í bótox hjá ykkur? „Já.“ Sprautar þú þá í mig? „Við erum með frábæran snyrtifræðing sem gerir það.“ Er hún læknir? „Hún er fagmaður, er með margra ára reynslu í þessu.“ Meðferðaraðilinn er samkvæmt símtalinu snyrtifræðingur með mikla reynslu. Hann er ekki læknir og ekki heldur heilbrigðisstarfsmaður þar sem ekki er unnt að finna hann í sérleyfaskrá Landlæknis.
Kompás Heilbrigðismál Lýtalækningar Tengdar fréttir Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00 Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15 Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30 Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Í lífshættu eftir fegrunarmeðferð: Sagt að leita ekki til læknis Á Íslandi eru efni notuð á ólögmætan hátt við fegrunarmeðferðir og ekkert eftirlit er með ófaglærðu fólki sem starfar oft í skjóli villandi starfsheita. Í Kompás er rætt við lækni sem segir markaðinn stjórnlausan og Díönu sem lenti í lífshættu eftir meðferð sem byggði á alvarlegri vanþekkingu. 26. september 2023 07:00
Slegin eftir umfjöllun Kompáss og kallar eftir reglugerð ráðherra Formaður velferðarnefndar Alþingis hefur sent Willum Þór Þórssyni, heilbrigðisráðherra, skriflega fyrirspurn um hvort hann hyggist skrifa reglugerð um notkun fylliefna og efna til að leysa upp fylliefnin. Hún segist slegin vegna þess sem fram kom í umfjöllun Kompáss í gær. 26. september 2023 20:15
Fylliefni hættuleg í röngum höndum og ástandið óásættanlegt Ástandið á fylliefnamarkaðnum er óásættanlegt og frelsið allt of mikið að sögn yfirlæknis hjá Embætti landlæknis. Fylliefni geti verið hættuleg í röngum höndum. 27. september 2023 19:30
Snyrtifræðingar vilja reglugerð frá ráðuneytinu Félag íslenskra snyrtifræðinga gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð af því tagi sem lýst er í sjónvarpsþættinum Kompási á Stöð 2 þar sem ófaglærðir sinna fegrunarmeðferðum með fylliefnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 25. september 2023 22:55