BBC greinir frá andlátinu og segir Gambon hafa andast í faðmi fjölskyldu sinnar á sjúkrahúsi í Essex í Englandi. Hann hafði glímt við lungnabólgu síðustu daga.
Gambon tók við hlutverki Dumbledore í Harry Potter-myndunum eftir andlát Richard Harris sem fór með hlutverkið í fyrstu tveimur myndunum.
Á ferli sínum vann hann til fjölda verðlauna fyrir hlutverk sín á sviði, oft í uppfærslum á leikritum William Shakespeare.
Á meðal annarra hlutverka Gambon má nefna Wes Andersson-myndunum The Life Aquatic with Steve Zissou frá 2004 og Fantastic Mr Fox frá árinu 2009. Þá lék hann í myndinni The Insider frá árinu 1999, Gosford Park frá 2001, The King's Speech frá árinu 2010.
Fréttin verður uppfærð.