Feimin að eðlisfari en elskar að koma fram Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. október 2023 07:00 Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Vísir/Vilhelm „Fyrstu tónleikarnir mínir voru á Músíktilraunum sem ég tók þátt í þegar ég var fimmtán. Þá var ég einmitt með stutt dansatriði, þannig að ég byrjaði mjög snemma að gera eitthvað út fyrir kassann á sviði,“ segir fjöllistakonan Gugusar. Hún er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Ekki mikið fyrir sönginn Gugusar er með þekktari tónlistarkonum landsins í dag en hún hefur spilað víða um landið sem og erlendis. Þá er hún þekkt fyrir líflega sviðsframkomu þar sem hún snýr sér mikið í hringi og dansar um allt sviðið. „Með tímanum áttaði ég mig á því að mér finnst bara verra að standa kyrr og syngja, mér finnst ekkert rosalega gaman að syngja ef ég á að vera alveg hreinskilin. En mér finnst skemmtilegt að koma fram og gera eitthvað steikt sem fær fólk til að hugsa. Svo er það bara búið að aukast með tímanum, núna er þetta meiri dansar og skrýtnir dansar.“ Myndi ekki dansa svona á klúbbnum Gugusar segist nýlega hafa áttað sig á því að hún sækir innblásturinn til tónlistarkonunnar Siu og dansarans hennar Maddie Ziegler. Á sínum yngri árum lærði hún alla dansana úr tónlistarmyndböndum Siu sem eru sannarlega listræn og út fyrir kassann. Má þar meðal annars nefna myndbandið við lagið Chandelier. „Þetta er svo bara einhver karakter sem ég fer í. Ég myndi ekki dansa svona venjulega.“ Ekki á klúbbnum? „Nei“, segir Gugusar hlæjandi og bætir við: „Þetta er 100% einhver karakter sem ég dett inn í og mér finnst ótrúlega gaman að koma fram.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Myndi ekki trúa því að þetta yrði vinnan hennar Þrátt fyrir að líða vel á sviðinu segist Gugusar vera feimin að eðlisfari. „Já ég held ég sé svolítið feimin týpa og ég var það sérstaklega þegar ég var yngri. Ef ég myndi segja við yngri mig að þetta væri að fara að vera vinnan þín, að hoppa og skoppa uppi á sviði, þá veit ég ekki hvað ég myndi segja.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra. Kúnst Myndlist Tónlist Menning Tengdar fréttir Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hér má sjá þáttinn í heild sinni: Ekki mikið fyrir sönginn Gugusar er með þekktari tónlistarkonum landsins í dag en hún hefur spilað víða um landið sem og erlendis. Þá er hún þekkt fyrir líflega sviðsframkomu þar sem hún snýr sér mikið í hringi og dansar um allt sviðið. „Með tímanum áttaði ég mig á því að mér finnst bara verra að standa kyrr og syngja, mér finnst ekkert rosalega gaman að syngja ef ég á að vera alveg hreinskilin. En mér finnst skemmtilegt að koma fram og gera eitthvað steikt sem fær fólk til að hugsa. Svo er það bara búið að aukast með tímanum, núna er þetta meiri dansar og skrýtnir dansar.“ Myndi ekki dansa svona á klúbbnum Gugusar segist nýlega hafa áttað sig á því að hún sækir innblásturinn til tónlistarkonunnar Siu og dansarans hennar Maddie Ziegler. Á sínum yngri árum lærði hún alla dansana úr tónlistarmyndböndum Siu sem eru sannarlega listræn og út fyrir kassann. Má þar meðal annars nefna myndbandið við lagið Chandelier. „Þetta er svo bara einhver karakter sem ég fer í. Ég myndi ekki dansa svona venjulega.“ Ekki á klúbbnum? „Nei“, segir Gugusar hlæjandi og bætir við: „Þetta er 100% einhver karakter sem ég dett inn í og mér finnst ótrúlega gaman að koma fram.“ View this post on Instagram A post shared by gugusar (@gugusar_) Myndi ekki trúa því að þetta yrði vinnan hennar Þrátt fyrir að líða vel á sviðinu segist Gugusar vera feimin að eðlisfari. „Já ég held ég sé svolítið feimin týpa og ég var það sérstaklega þegar ég var yngri. Ef ég myndi segja við yngri mig að þetta væri að fara að vera vinnan þín, að hoppa og skoppa uppi á sviði, þá veit ég ekki hvað ég myndi segja.“ Þættirnir KÚNST með Dóru Júlíu rannsaka hinar ýmsu víddir listsköpunar, ólíka listmiðla og sköpunargleði hjá íslenskum samtíma listamönnum ásamt því að fá að skyggnast bak við tjöldin og heyra um persónulegt líf þeirra.
Kúnst Myndlist Tónlist Menning Tengdar fréttir Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00 Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00 Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01 „Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Hlær bara að hrútskýringum Fjöllistakonan Guðlaug Sóley, jafnan þekkt sem Gugusar, hefur náð miklum árangri sem tónlistarkona á undanförnum árum og meðal annars unnið til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún byrjaði fimmtán ára gömul að semja tónlist og pródúsera sjálf en takmarkar sig ekki við einn listmiðil. Gugusar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 29. september 2023 07:00
Hefur náð miklum árangri á heimsvísu en tengingin við Ísland órjúfanleg „Maður getur ekkert forðast egó-ið alveg, það situr á öxlinni og er bara what’s up,“ segir listakonan Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter. 19. september 2023 07:00
Flugu saman fram af hárugri bjargbrún „Okkur fannst bara mjög spennandi að vinna saman og við vissum strax að við ætluðum að vera með óvanalega sýningu. Maður finnur ákveðið traust til að hleypa einhverjum svona inn í sinn heim,“ segja Hrafnhildur Arnardóttir, jafnan þekkt sem Shoplifter, og Hrafnkell Sigurðsson, myndlistarmaður ársins 2022. 15. september 2023 07:01
„Í dag veit ég hver ég er og hvernig ég vil að fólk komi fram við mig“ „Þetta er lag sem ég samdi þegar ég var að fara í gegnum mjög erfiða tíma og ég sleppti alveg tökunum í textasmíðinni. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að semja tónlist þar sem ég er algjörlega að opna mig,“ segir hin nítján ára gamla tónlistarkona Guðlaug Sóley, Gugusar, um lagið Vonin sem hún var að senda frá sér. Blaðamaður hitti hana í kaffi og fékk að heyra nánar frá. 14. júlí 2023 09:01