Fer fögrum orðum um Arnar og býður hann velkominn: „Sigurvilji í æðum hans“ Aron Guðmundsson skrifar 29. september 2023 09:00 Guðjón Þórðarsson fer fögrum orðum um fyrrum lærisveni sinn Arnar Gunnlaugsson, núverandi þjálfara Víkings Reykjavíkur Vísir/Samsett mynd Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari íslenskrar fótboltasögu, fer fögrum orðum um sveitunga sinn Arnar Gunnlaugsson, þjálfarann titlaóða sem á dögunum jafnaði met Guðjóns. Arnar sé ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn þegar kemur að boltanum og afar vel til þess búinn að taka skrefið út í heim í þjálfun. Arnar hefur á skömmum tíma gert sig gildandi sem titlaóður þjálfari hér á Íslandi. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár, sem hefur nú tryggt sér tvennuna, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn, er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar. Leiðir Guðjóns og Arnars lágu snemma saman. „Það byrjar bara strax í barnæsku þegar að Arnar var kornungur drengur. Hann var samferða Þórði syni mínum upp alla yngri flokkana hjá ÍA. Þegar að ég tek síðan við ÍA liðinu, haustið 1990, þá er Arnar í liðinu. Maður sá strax að þar var á ferðinni mjög efni- og frambærilegur leikmaður sem átti eftir að láta til sín taka.“ Arnar átti, að sögn Guðjóns eftir að gera það mjög gott undir hans stjórn hjá ÍA á Akranesi. fyrir okkur hjá ÍA í deildinni árin 1991 og 1992. „Það var eftir það tímabil sem hann fór til Feyenoord í Hollandi. Arnar var mjög öflugur snemma, sýndi af sér góðan þokka og mikinn vinnuvilja. Þá hafði hann eitt sem margir ættu að tileinka hjá sér. Sumir hafa haldið að Arnar, og tvíburabróðir hans Bjarki, væru einhverjar dúkkur. Að Arnar væri einhver dúkka en hann var það aldrei. Arnar æfði mjög vel og fast, tók á því og kvartaði aldrei.“ Klippa: Gaui Þórðar um Arnar: Ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn Eftir brottför Arnars til Feyenoord í Hollandi áttu leiðir hans og Guðjóns eftir að liggja aftur saman hjá íslenska landsliðinu. Guðjón þá landsliðsþjálfari og Arnar leikmaður. Þeir unnu svo aftur saman hjá Stoke City og unnu þar titla. „Það var sama sagan með Arnar þar. Þessi frambærilegi fótboltamaður hafði hugmyndir um fótboltann. Hvernig hann vildi spila hann. Maður sá strax í honum mikinn áhuga og vilja fyrir fótbolta. Maður gat þó ekki endilega séð það fyrir sér á þeim tímapunkti frambærilegur og framsækinn þjálfari. Það kom síðar.“ Ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn En gat Guðjón séð það í fari Arnars á þessum tíma að hann hefði það í sér að geta orðið frambærilegur þjálfari? „Hann hafði alltaf fótboltasýn. Það er það sem hann hefur í dag. Hann hefur sýn, er ófeiminn við að breyta til og kann að spila úr leikmannahópi sínum. Arnar er ekki fastur í viðjum vanans. Hann er ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn með aðferðarfræðina sína. Hann breytir um leikaðferð þegar því er að skipta og færir úr einni leikaðferðinni í aðra. Hann droppar með liðið sitt. Fer djúpt niður á völlinn til að fá skyndisóknarfæri. Hann pressar. Hann blandar þessu öllu saman og er ófeiminn við að breyta leikskipulagi, bæði í miðjum leik sem og frá einum leik til annars. Því dáist ég að hjá honum því svona nálgun kostar mikla vinnu hjá þjálfurum, að útbúa sig með þessum hætti. Arnar hefur gert þetta mjög vel. Hann er út pældur sem þjálfari.“ Eru góðir saman í metorðastiganum Á dögunum jafnaði Arnar met sem Guðjón setti sem þjálfari tveggja liða árin 1993-1996. Þeir eru einu þjálfararnir sem hafa unnið bikarmeistaratitilinn hér heima fjórum sinnum í röð. Guðjón Þórðarson með Framrúðubikarinn fræga sem Stoke City vann undir hans stjórn vorið 2000.vísir/getty Hafðir þú trú á því eftir því sem leið á sigurgöngu Arnars í bikarkeppninni að hann gæti jafnað met þitt? „Ég hélt það já. Fyrsta hindrunin er oft erfiðust. Að byrja vinna. Þegar að maður byrjar að vinna þá skapar maður með sér ákveðnar venjur. Arnar gerði það. Þegar að hann var búinn að taka titil númer tvö, þá sá ég í honum að með áframhaldandi vinnu með lið Víkings gæti hann jafnað þetta met og jafnvel slegið það. Ég segi sem er að ég er í góðum hópi. Þetta er ekki stór hópur. Við erum bara tveir og getum eiginlega ekki titlað okkur sem hóp einu sinni. En við erum góðir félagarnir þarna saman.“ Ljúfur maður sem breytist í hörkukarl En hvað er það sem hefur komið Arnari í þessa stöðu? Sérðu eitthvað sambærilegt með ykkur tveimur hvað þjálfaraferilinn varðar? „Arnar er náttúrulega mjög vinnusamur og vel skipulagður þjálfari. Hann er agaður og það er fyrst og fremst það sem hefur komið honum í þessa stöðu. Arnar er tilbúinn að leita nýrra leiða. Hann er óhræddur við að brjóta upp hefðir og það sem fyrir liggur. Það gerir hann óhikað. Það er kannski það aðallega sem maður gerði sjálfur á sínum þjálfaraferli.“ Arnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda Margrét „Arnar hefur ákveðna ófyrirleitna nálgun í starfi sínu. Hann lætur ekkert hlaupa með sig í gönur og er ákveðinn. Þessi ljúfi maður breytist í hörkukarl í boðvanginum þegar á hólminn er komið. Hann er mjög skynugur og maður sér margt líkt með okkur. Hann hefur uppeldið af Skaganum þar sem ekkert var ásættanlegt nema sigur. Arnar hefur það í blóði sínu. Það rennur stríðum straumi sigurvilji í æðum hans.“ Arnar best til þess búinn Guðjón er einn þeirra íslensku fótboltaþjálfara sem hefur tekið skrefið erlendis í þjálfun og unnið það stóra sigra. Sér hann Arnar fyrir sér fara í þjálfun erlendis og gera vel þar? „Ég myndi halda að ef einhver núverandi íslensku þjálfurunum gæti gert það þá sé það Arnar sem sé best búinn til þess. Hann er með sterka sýn á leikinn, er fjölhæfur og hefur reynslu erlendis frá á sínum atvinnumannaferli. Ég tel að þetta geti allt komið heim og saman og að við gætum farið að sjá hann taka að sér starf erlendis.“ Íslenski boltinn ÍA KR Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Besta deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira
Arnar hefur á skömmum tíma gert sig gildandi sem titlaóður þjálfari hér á Íslandi. Víkingarnir hans hafa unnið sex af síðustu níu titlum sem í boði hafa verið. Liðið í ár, sem hefur nú tryggt sér tvennuna, bæði Íslands- og bikarmeistaratitilinn, er í umræðunni sem besta lið Íslandssögunnar. Leiðir Guðjóns og Arnars lágu snemma saman. „Það byrjar bara strax í barnæsku þegar að Arnar var kornungur drengur. Hann var samferða Þórði syni mínum upp alla yngri flokkana hjá ÍA. Þegar að ég tek síðan við ÍA liðinu, haustið 1990, þá er Arnar í liðinu. Maður sá strax að þar var á ferðinni mjög efni- og frambærilegur leikmaður sem átti eftir að láta til sín taka.“ Arnar átti, að sögn Guðjóns eftir að gera það mjög gott undir hans stjórn hjá ÍA á Akranesi. fyrir okkur hjá ÍA í deildinni árin 1991 og 1992. „Það var eftir það tímabil sem hann fór til Feyenoord í Hollandi. Arnar var mjög öflugur snemma, sýndi af sér góðan þokka og mikinn vinnuvilja. Þá hafði hann eitt sem margir ættu að tileinka hjá sér. Sumir hafa haldið að Arnar, og tvíburabróðir hans Bjarki, væru einhverjar dúkkur. Að Arnar væri einhver dúkka en hann var það aldrei. Arnar æfði mjög vel og fast, tók á því og kvartaði aldrei.“ Klippa: Gaui Þórðar um Arnar: Ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn Eftir brottför Arnars til Feyenoord í Hollandi áttu leiðir hans og Guðjóns eftir að liggja aftur saman hjá íslenska landsliðinu. Guðjón þá landsliðsþjálfari og Arnar leikmaður. Þeir unnu svo aftur saman hjá Stoke City og unnu þar titla. „Það var sama sagan með Arnar þar. Þessi frambærilegi fótboltamaður hafði hugmyndir um fótboltann. Hvernig hann vildi spila hann. Maður sá strax í honum mikinn áhuga og vilja fyrir fótbolta. Maður gat þó ekki endilega séð það fyrir sér á þeim tímapunkti frambærilegur og framsækinn þjálfari. Það kom síðar.“ Ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn En gat Guðjón séð það í fari Arnars á þessum tíma að hann hefði það í sér að geta orðið frambærilegur þjálfari? „Hann hafði alltaf fótboltasýn. Það er það sem hann hefur í dag. Hann hefur sýn, er ófeiminn við að breyta til og kann að spila úr leikmannahópi sínum. Arnar er ekki fastur í viðjum vanans. Hann er ekki eins og margir, kaþólskari en páfinn með aðferðarfræðina sína. Hann breytir um leikaðferð þegar því er að skipta og færir úr einni leikaðferðinni í aðra. Hann droppar með liðið sitt. Fer djúpt niður á völlinn til að fá skyndisóknarfæri. Hann pressar. Hann blandar þessu öllu saman og er ófeiminn við að breyta leikskipulagi, bæði í miðjum leik sem og frá einum leik til annars. Því dáist ég að hjá honum því svona nálgun kostar mikla vinnu hjá þjálfurum, að útbúa sig með þessum hætti. Arnar hefur gert þetta mjög vel. Hann er út pældur sem þjálfari.“ Eru góðir saman í metorðastiganum Á dögunum jafnaði Arnar met sem Guðjón setti sem þjálfari tveggja liða árin 1993-1996. Þeir eru einu þjálfararnir sem hafa unnið bikarmeistaratitilinn hér heima fjórum sinnum í röð. Guðjón Þórðarson með Framrúðubikarinn fræga sem Stoke City vann undir hans stjórn vorið 2000.vísir/getty Hafðir þú trú á því eftir því sem leið á sigurgöngu Arnars í bikarkeppninni að hann gæti jafnað met þitt? „Ég hélt það já. Fyrsta hindrunin er oft erfiðust. Að byrja vinna. Þegar að maður byrjar að vinna þá skapar maður með sér ákveðnar venjur. Arnar gerði það. Þegar að hann var búinn að taka titil númer tvö, þá sá ég í honum að með áframhaldandi vinnu með lið Víkings gæti hann jafnað þetta met og jafnvel slegið það. Ég segi sem er að ég er í góðum hópi. Þetta er ekki stór hópur. Við erum bara tveir og getum eiginlega ekki titlað okkur sem hóp einu sinni. En við erum góðir félagarnir þarna saman.“ Ljúfur maður sem breytist í hörkukarl En hvað er það sem hefur komið Arnari í þessa stöðu? Sérðu eitthvað sambærilegt með ykkur tveimur hvað þjálfaraferilinn varðar? „Arnar er náttúrulega mjög vinnusamur og vel skipulagður þjálfari. Hann er agaður og það er fyrst og fremst það sem hefur komið honum í þessa stöðu. Arnar er tilbúinn að leita nýrra leiða. Hann er óhræddur við að brjóta upp hefðir og það sem fyrir liggur. Það gerir hann óhikað. Það er kannski það aðallega sem maður gerði sjálfur á sínum þjálfaraferli.“ Arnar Gunnlaugsson brosir með bikaranaVísir/Hulda Margrét „Arnar hefur ákveðna ófyrirleitna nálgun í starfi sínu. Hann lætur ekkert hlaupa með sig í gönur og er ákveðinn. Þessi ljúfi maður breytist í hörkukarl í boðvanginum þegar á hólminn er komið. Hann er mjög skynugur og maður sér margt líkt með okkur. Hann hefur uppeldið af Skaganum þar sem ekkert var ásættanlegt nema sigur. Arnar hefur það í blóði sínu. Það rennur stríðum straumi sigurvilji í æðum hans.“ Arnar best til þess búinn Guðjón er einn þeirra íslensku fótboltaþjálfara sem hefur tekið skrefið erlendis í þjálfun og unnið það stóra sigra. Sér hann Arnar fyrir sér fara í þjálfun erlendis og gera vel þar? „Ég myndi halda að ef einhver núverandi íslensku þjálfurunum gæti gert það þá sé það Arnar sem sé best búinn til þess. Hann er með sterka sýn á leikinn, er fjölhæfur og hefur reynslu erlendis frá á sínum atvinnumannaferli. Ég tel að þetta geti allt komið heim og saman og að við gætum farið að sjá hann taka að sér starf erlendis.“
Íslenski boltinn ÍA KR Víkingur Reykjavík Mjólkurbikar karla Besta deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Sjá meira