Sjálfið okkar: Eðlilegt þótt það breytist hverjir eru bestu vinir okkar Rakel Sveinsdóttir skrifar 29. september 2023 07:00 Group of multigenerational people hugging each others - Support, multiracial and diversity concept - Main focus on senior man with white hairs Group of multigenerational people hugging each others - Support, multiracial and diversity concept - Main focus on senior man with white hairs Það getur verið allur gangur á því hverjir teljast okkar nánustu vinir hverju sinni. Því já, þótt við skiljum ekki við vini okkar eins og stundum gerist í sambúð, geta alls kyns hlutir breyst. Samskipti geta til dæmis minnkað vegna breytinga á búsetu eða starfi. Að fólkið sem telst til okkar bestu vina, séu það ekkert endilega alltaf út ævina, er líka alveg eðlilegt og í góðu lagi að svo sé. Því þarfirnar okkar fyrir vinskap getur verið mismunandi eftir því hvar við erum stödd í lífinu. Sömuleiðis hefur vinskapur oft mismunandi mikil áhrif á okkur, eftir því á hvaða aldri við erum. Við skulum rýna aðeins í málin. 1. Áhrifaríkustu vinirnir: Æskuvinirnir Æskuvinirnir eru oft sagðir áhrifaríkustu vinirnir sem við eignumst um ævina, þótt við höldum ekki endilega sambandi við þá alla tíð. Það skýrist af því að það er með æskuvinunum sem við tökum fyrstu ákvarðanirnar um það hvað okkur langar til að verða þegar við verðum stór, hvaða nám við veljum og svo framvegis. Vinskapur æskuáranna er þar af leiðandi sá vinskapur sem hefur hvað mestu áhrifin á það hvernig við mótumst. Æskuvinirnir hafa til dæmis mjög mikil áhrif á það hvernig okkur tekst til að byggja upp félagslega netið okkar. Sem við síðan temjum okkur oft þegar við erum orðin fullorðin. Með æskuvinunum lærum við fyrst allt um traust, að deila, að þiggja og veita stuðning og svo framvegis. Tímabil: Vinirnir á fjölskyldu- og starfsframaárunum Næst tekur við tímabil þar sem margir af okkar bestu vinum tengjast í rauninni vinnunni okkar. Því þar verjum við jú mestum tíma. Þessir vinir eru þó ekkert endilega þeir sem þekkja okkur í persónulegu lífi; maka, börn eða stórfjölskyldur. Þar standa oftast enn vinir sem þekkjum frá gamalli tíð. Til dæmis úr æsku, frá námsárum eða fyrri störfum. 3. Nýtt mat: Þegar línur fara að skýrast Um miðjan aldur fara margir í gegnum tímabil þar sem spurningunni er svarað: Hvað vill ég út úr lífinu? Hver vill ég vera? Sem endurspeglar líka hvernig við ræktum vinskapinn: Og þá með hverjum. Á þessum aldri kjósa sumir að stækka tengslanetið sitt. Demba sér kannski á fullt í félagsstörf eða einhver ný áhugamál. Aðrir draga sig meira í hlé, rækta sambandið við færri en áður og verða meira prívat. Útgangspunkturinn er þó hjá flestum þessi: Að vinskapurinn sé nærandi og jákvæður. 4. Fjölskylda og vinir: Við eigum samleið Loks er það eftirlaunaaldurinn og þá er stórfjölskyldan oft farin að taka meiri pláss en einnig: Nýir vinir. Því á þessum aldri kynnist fólk oft öðru fólki á svipuðu reki. Hjónafólk eða fólk sem er eitt. Nýr vinskapur getur verið að myndast í gegnum áhugamál eins og sumarbústaði, golfið, göngur, ferðalög eða dvalir erlendis. Á þessum aldri bjóðast líka viðburðir sem fólk sótti ekki áður. Til dæmis fyrir eldri borgara. Þótt enn séu til staðar vinir sem hafa gengið með okkur í gegnum súrt og sætt, jafnvel frá námsárunum eða æsku, er ekkert ólíklegt að við séum enn að eignast bestu vini á þessum aldri. Þar sem útgangspunkturinn er einfaldlega sá hvort okkur finnist við eiga samleið með þessu fólki. Að vera góður vinur eða eiga góðan vin, segir því ekkert til um það hversu lengi við höfum þekkst sem vinir. Heldur frekar það hverjar þarfirnar okkar eru hverju sinni og hvernig við gefum og þiggjum. Ástin og lífið Tengdar fréttir Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Samskipti geta til dæmis minnkað vegna breytinga á búsetu eða starfi. Að fólkið sem telst til okkar bestu vina, séu það ekkert endilega alltaf út ævina, er líka alveg eðlilegt og í góðu lagi að svo sé. Því þarfirnar okkar fyrir vinskap getur verið mismunandi eftir því hvar við erum stödd í lífinu. Sömuleiðis hefur vinskapur oft mismunandi mikil áhrif á okkur, eftir því á hvaða aldri við erum. Við skulum rýna aðeins í málin. 1. Áhrifaríkustu vinirnir: Æskuvinirnir Æskuvinirnir eru oft sagðir áhrifaríkustu vinirnir sem við eignumst um ævina, þótt við höldum ekki endilega sambandi við þá alla tíð. Það skýrist af því að það er með æskuvinunum sem við tökum fyrstu ákvarðanirnar um það hvað okkur langar til að verða þegar við verðum stór, hvaða nám við veljum og svo framvegis. Vinskapur æskuáranna er þar af leiðandi sá vinskapur sem hefur hvað mestu áhrifin á það hvernig við mótumst. Æskuvinirnir hafa til dæmis mjög mikil áhrif á það hvernig okkur tekst til að byggja upp félagslega netið okkar. Sem við síðan temjum okkur oft þegar við erum orðin fullorðin. Með æskuvinunum lærum við fyrst allt um traust, að deila, að þiggja og veita stuðning og svo framvegis. Tímabil: Vinirnir á fjölskyldu- og starfsframaárunum Næst tekur við tímabil þar sem margir af okkar bestu vinum tengjast í rauninni vinnunni okkar. Því þar verjum við jú mestum tíma. Þessir vinir eru þó ekkert endilega þeir sem þekkja okkur í persónulegu lífi; maka, börn eða stórfjölskyldur. Þar standa oftast enn vinir sem þekkjum frá gamalli tíð. Til dæmis úr æsku, frá námsárum eða fyrri störfum. 3. Nýtt mat: Þegar línur fara að skýrast Um miðjan aldur fara margir í gegnum tímabil þar sem spurningunni er svarað: Hvað vill ég út úr lífinu? Hver vill ég vera? Sem endurspeglar líka hvernig við ræktum vinskapinn: Og þá með hverjum. Á þessum aldri kjósa sumir að stækka tengslanetið sitt. Demba sér kannski á fullt í félagsstörf eða einhver ný áhugamál. Aðrir draga sig meira í hlé, rækta sambandið við færri en áður og verða meira prívat. Útgangspunkturinn er þó hjá flestum þessi: Að vinskapurinn sé nærandi og jákvæður. 4. Fjölskylda og vinir: Við eigum samleið Loks er það eftirlaunaaldurinn og þá er stórfjölskyldan oft farin að taka meiri pláss en einnig: Nýir vinir. Því á þessum aldri kynnist fólk oft öðru fólki á svipuðu reki. Hjónafólk eða fólk sem er eitt. Nýr vinskapur getur verið að myndast í gegnum áhugamál eins og sumarbústaði, golfið, göngur, ferðalög eða dvalir erlendis. Á þessum aldri bjóðast líka viðburðir sem fólk sótti ekki áður. Til dæmis fyrir eldri borgara. Þótt enn séu til staðar vinir sem hafa gengið með okkur í gegnum súrt og sætt, jafnvel frá námsárunum eða æsku, er ekkert ólíklegt að við séum enn að eignast bestu vini á þessum aldri. Þar sem útgangspunkturinn er einfaldlega sá hvort okkur finnist við eiga samleið með þessu fólki. Að vera góður vinur eða eiga góðan vin, segir því ekkert til um það hversu lengi við höfum þekkst sem vinir. Heldur frekar það hverjar þarfirnar okkar eru hverju sinni og hvernig við gefum og þiggjum.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01 Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00 Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00 Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02 Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00 Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Rannsókn: Æskilegasta aldursbil hjóna Aldur er afstæður og aldur segir svo sem ekkert allt um neinn. Þegar kemur að ástinni er síðan jafnvel sagt að aldur skipti engu máli, ef ástin sé til staðar þá sigri hún allt. 9. ágúst 2023 07:01
Sjálfið okkar: Að sporna við morgunfúlindum Við segjumst ýmist vera A eða B týpur. Og ekki óalgengt að B týpurnar viðurkenni þá á sig að morgunstundin sé ekki beint sá tími dags þar sem þeir sýna á sér sínu bestu hliðar. 31. júlí 2023 07:00
Fullkomnunarárátta og þrautseigja getur snúist upp í andhverfu sína „Í samfélaginu okkar er vinnusemi og dugnaður mikil dyggð. Þess vegna eru eiginleikar eins og fullkomnunarárátta eða þrautseigja oft mjög eftirsóttir eiginleikar hjá starfsfólki,“ segir Helga Lára Haarde ráðgjafi og sálfræðingur hjá Attentus. 23. júlí 2023 08:00
Þegar lífið hjá öllum öðrum er miklu æðislegra en þitt Vá…. Þessi vinur er í ótrúlegri ævintýraferð í Indónesíu, annar vinur er með makanum sínum að gera upp meiriháttar flottan sumarbústað og síðan eru æðislega hamingjusamt par sem þú þekkir til, nýgift. 17. júlí 2023 07:02
Sjálfið okkar: Að sporna við þessu endalausa samviskubiti Það er með ólíkindum hvað samviskubit getur verið þrálátt. Poppað upp í tíma og ótíma og nánast orðið að viðvarandi tilfinningu eða líðan. 21. mars 2023 07:00